Bjarni og félagar eru komnir með frumkvæðið

Ólafur Andrés Guðmundsson í leik með IFK Kristianstad. Mynd/EPA

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í Skövde höfðu betur í fyrsta leik sínum við IFK Kristianstad í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag, 25:22. Leikið var í Skövde. Vinna þarf þrjá leiki til þess að öðlast sæti í úrslitum um meistaratitilinn og mæta þá annað hvort Sävehof eða Lugi en þau mætast í fyrsta sinn á morgun.


Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk í 11 skotum fyrir Kristianstad, átti þrjár stoðsendingar og var tvisvar sinnum vísað af leikvelli. Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk, annað úr vítakasti, í sex skotum. Honum var einnig vísað af leikvelli í tvígang.


Bjarni Ófeigur hafði sig lítið í frammi í liði Skövde að þessu sinni. Næsti leikur liðanna verður í Kristianstad eftir viku.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -