- Auglýsing -

Björgvin Páll og nýliðarnir fara beint inn í liðið

Björgvin Páll Gústavsson tekur sæti í íslenska landsliðinu á nýjan leik í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Björgvin Páll Gústavsson, sem losnaði úr sóttkví í morgun, tekur sæti í leikmannahópnum sem mætir Króötum í milliriðlakeppni EM í handknattleik klukkan 14.30. Aðeins verða 14 leikmenn á skýrslu í leiknum í dag þar sem níu eru í einangrun. Einn ósmitaður leikmaður er utan hópsins, þriðji markvörðurinn, Ágúst Elí Björgvinsson.


Björgvin Páll leikur í dag sinn 240. landsleik en sá fyrsti var í Ólafsvík 1. nóvember árið 2003 gegn landsliði Póllands.


Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, sem komu til Ungverjalands aðfaranótt sunnudags taka báðir sæti í liðinu í dag. Hvorugur þeirra hefur áður leikið A-landsleik.


Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (239/16).
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (30/1).

Aðrir leikmenn:
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (18/12).
Elvar Ásgeirsson, Nancy (2/5).
Darri Aronsson, Haukar (0/0).
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (16/18).
Magnús Óli Magnússon, Valur (13/7).
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (6/3).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (61/183).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (44/107).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (24/25).
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (26/68).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (57/27).
Þráinn Orri Jónsson, Haukar (0/0).


Utan hóps í dag eru eftirtaldir leikmenn:
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (155/605).
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (67/78).
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (43/1).
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (85/244).
Daníel Þór Ingason, Bailingen-Weilstetten (36/11).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (49/124).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (35/63).
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (53/73).
Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (136/268).
Vignir Stefánsson, Valur (9/18).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -