- Auglýsing -
- Auglýsing -

Blóðtaka á Selfossi – Tryggvi er farinn til Svíþjóðar

Tryggvi Þórisson leikur með Sävehof í Svíþjóð. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

Línu- og varnarmaðurinn sterki frá Selfossi, Tryggvi Þórisson, hefur gengið til liðs við sænska liðið IK Sävehof. Félagið segir frá því í dag að Selfyssingurinn hafi skrifað undir tveggja ára samning og muni leika undir stjórn hins sigursæla þjálfara Michael Apelgren sem stýrt hefur liðinu undanfarin tvö ár.


Tryggvi stendur á tvítugu og hefur undanfarin þrjú ár fengið stærra hlutverki í liði Selfoss. Hann var í U20 ára landsliði Íslands sem tók þátt í Evrópumótinu í Porto á dögunum og hafnaði í 11. sæti.

Sex íslenskir handknattleikmenn leika efstu deild í Svíþjóð á næstu leiktíð. Auk Tryggva hjá Sävehof verða það Bjarni Ófeigur Valdimarsson hjá Skövde, Ásgeir Snær Vignisson með Helsingborg, Aldís Ásta Heimisdóttir hjá Skara HF, Ásdís Þóra Ágústsdóttir með Lugi og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir hjá Önnereds.


IK Sävehof er frá Partille skammt frá Gautaborgar. Liðið er eitt það sigursælasta í sænskum handknattleik á síðustu árum, jafnt í karla- sem kvennaflokki. Alls hefur Sävehof unnið sænsku úrvalsdeild karla sjö sinnum, síðast 2021. Í vor féll liðið úr leik í undanúrslitum en varð hinsvegar bikarmeistari. Einnig tók Sävehof þátt í riðlakeppni Evrópudeildar karla á síðasta keppnistímabili og komst í 16-liða úrslit.


Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson lék með Sävehof frá 2018 ti 2020 og varð sænskur meistari með liðinu 2019.

Tryggvi er sá fjórði sem yfirgefur herbúðir karlaliðs Selfoss frá síðasta tímabili. Aðrir eru Alexander Már Egan sem gengið hefur gengið til liðs við Fram, Hergeir Grímsson samdi við Stjörnuna og Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari var ráðinn í þjálfararteymi danska úrvalsdeildarliðsins Tvis Holstebro.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -