- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur í Elche í dag nægði ekki

Fram til sóknar, KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs eru úr leik í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þrátt fyrir eins marks sigur í síðari viðureigninni við BM Elche, 22:21, í Elche í Alicante í dag. Elche vann fyrri viðureignina með fjögurra marka mun í gær, 22:18, og rimmuna þar með samanlagt, 43:40.


Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði sigurmark KA/Þórs í dag á síðustu sekúndum leiksins og var það í eina skiptið sem KA/Þór var yfir. Elche-liðið var með þriggja marka forskot, 13:10, eftir fyrri hálfleik.


Litlu mátti muna á lokamínútunum að allt gengi upp hjá KA/Þór en liðið þurfti a.m.k. á fjögurra marka sigri að halda í dag til þess að fara áfram.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir gat ekki tekið þátt í leiknum í dag vegna meiðsla sem hún hún hlaut fimm mínútum fyrir leikslok í viðureigninni í gær. Munaði svo sannarlega um minna fyrir Íslandsmeistarana að vera án síns fremsta og reyndasta leikmanns að þessu sinni.


Upphafskafli þessa leiks reyndist KA/Þór erfiður. Liðið lenti undir 9:3 eftir um 12 mínútur. Reyndar svaraði KA/Þór með fjórum mörkum í röð og minnkaði muninn í tvö mörk en engu að síðu má segja að liðið hafi allan leikinn verið að súpa seyðið af upphafsmínútunum.

KA/Þórsliðið getur borið höfuðið hátt eftir þessa leiki við sterkt lið spænsku bikarmeistaranna sem hafa á að skipa atvinnumönnum í öllum stöðum.


Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 8, Ásdís Guðmundsdóttir 4/1, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1, Martha Hermannsdóttir 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 10/2.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -