Brynjólfur og Stefán hita upp

Byrnjólfur Snær Brynjólfsson leikmaður Hauka. Mynd/Haukar topphandbolti

Stefán Rafn Sigurmannsson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson hita upp með Haukaliðinu og eru einnig á meðal þeirra sem taldir eru upp á leikskýrslu liðsins fyrir síðari úrslitaleikinn á Íslandsmótinu í handknattleik karla sem fram fer í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld og hefst klukkan 19.30.


Hvort þeir leika stórt eða smátt hlutverk í leiknum í kvöld kemur í ljós.
Stefán Rafn tók ekki þátt í fyrri viðureign Hauka og Vals á þriðjudaginn vegna tognunar á læri sem hann hlaut í undanúrslitaleik Hauka og Stjörnunnar fyrir viku.

Brynjólfur Snær tognaði á ökkla snemma leiks á þriðjudaginn í fyrri leik Vals og Hauka sem Valur vann með þriggja marka mun, 32:29.

Stefán Rafn Sigurmannsson verður að minnsta kosti á leikskýrslu í kvöld. Mynd/Haukar
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -