Búa sig undir höfuðborgarleikana í Ósló

Sigríður Unnur Jónsdóttir þjálfari ásamt æfingahópi Reykjavíkurúrvalsins. Mynd/HKRR

Handknattleiksráð Reykavíkur valdi á dögunum æfingahóp stúlkna fæddar 2008 sem æfir saman til undirbúnings fyrir Höfuðborgarleikana sem fram fara í Ósló 29. maí – 3. júní.


Um þessar mundir æfir leikmannahópurinn af miklum móð undir stjórn þjálfarans, Sigríðar Unnar Jónsdóttur. Í lok þessa mánaðar verður lokahópur valinn sem tekur þátt fyrir hönd Reykjavíkur í Noregi.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -