Bundu enda á þriggja leikja sigurgöngu

Tandri Már Konráðsson fyrirliði Stjörnunnar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net

Stjarnan batt enda á þriggja leikja sigurgöngu Vals í Olísdeild karla í kvöld með þriggja marka sigri í leik liðanna í TM-höllinni í Garðabæ, 31:28. Stjarnan er þar með komin með 23 stig og situr í þriðja sæti sem stendur með 23 stig að loknum 20 leikjum. Valur hefur sama stigafjölda.

Stjarnan var með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik. Val tókst að jafna metin í 22:22 þegar rúmar 10 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Stjörnumenn tóku ráðin í leiknum á ný eftir það og unnu öruggan sigur.


Mörk Stjörnunnar: Dagur Gautason 6, Hafþór Már Vignisson 6, Tandri Már Konráðsson 5, Pétur Árni Hauksson 4, Leó Snær Pétursson 3/1, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.
Varin skot: Byrnjar Darri Baldursson 6, 35,3% – Adam Thorstensen 3, 15%.
Mörk Vals: Tumi Steinn Rúnarsson 8/3, Agnar Smári Jónsson 5, Róbert Aron Hostert 4, Vignir Stefánsson 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Þorgils Jón Svölu-Baldursson 3, Finnur Ingi Stefánsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7, 33,3% – Martin Nágy 3, 15,8%
Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -