Búum okkur undir hörkuleiki um helgina

Ágúst Þór Jóhannsson leggur leikmönnum U18 ára landsiðsins lífsreglurnar. Liðið leikur við Færeyinga heima um helgina. Mynd/Dagur

„Leikirnir leggjast vel í mig. Alltaf gaman að spila landsleiki hér heima og eru stelpurnar spenntar,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U18 ára landsliðs kvenna sem leikur tvo leiki hér heima á morgun og á sunnudaginn við færeyska landsliðið. Leikirnir fara fram í Kórnum og er liður beggja liða í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Norður Makedóníu í lok júlí.


Leikirnir á morgun og á sunnudaginn hefjast klukkan 16.30 hvorn dag. Einnig mætast U16 ára landslið kvenna Íslands og Færeyja í Kórnum sömu daga klukkan 16. Það verður nóg um að vera hjá þessum landsliðum næstu daga.


„Færeyingar eru með sterkt lið á þessum aldri svo leikirnir verða erfiðir og krefjandi. Við höfum spilað við þær tvisvar sinnum áður og unnum við annan af þeim leikjum og þær hinn. Svo fyrirfram má búast við hörku leikjum. Allar stelpurnar eru klárar í leikina að undanskilinni Elísu Elíasdóttur sem glímir við meiðsli. Við vonum bara að fólk fjölmenni á leikina og hvetji stúlkurnar til dáða,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þegar handbolti.is heyrði í honum hljóðið eftir hádegið í dag.


a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -