- Auglýsing -
- Auglýsing -

Byrjað er að kasta á milli hér heima

Handboltinn er kominn af stað á nýjan leik eftir sumarleyfi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Undirbúningsmótin í handknattleiknum eru óðum að hefjast eitt af öðru. Í gærkvöld var leikið í UMSK-mótinu í handknattleik kvenna þar sem HK vann FH, 27:22. Í kvöld eigast við Stjarnan og Fjölnir/Fylkir.


Annað kvöld og á laugardaginn verður leikið af miklum móð í KA-heiminu og í Höllinni á Akureyri á Opna Norðlenska mótinu í karla og kvennaflokki þar sem Íslandsmeistarar KA/Þórs verða í eldlínunni.


Í karlaflokki reyna með sér lið KA, Fram, Harðar og ungmennalið KA en í kvennaflokki spreyta sig KA/Þór, Fram, ÍBV og ungmennalið KA/Þórs og ÍBV. Leikið er bæði í KA-Heimilinu sem og í Höllinni.


Vegna sóttvarnarreglna eru takmörk á fjölda áhorfenda á Opna Norðlenska mótinu en allir leikir sem spilaðir eru í KA-Heimilinu verða í beinni á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála.

Leikjadagskrá Opna Norðlenskamótsins

Föstudagur 13. ágúst:
Konur: ÍBV – Fram, KA-heimilið, kl. 16.
Konur: KA/Þór – ÍBV U, Höllin, kl. 18.
Karlar: KA – Hörður, KA-heimilið, kl. 18.
Karlar: KA U – Fram, KA-heimilið, kl. 20.

Laugardagur 14. ágúst:
Konur: ÍBV – KA/Þór U, Höllin, kl. 11.
Karlar: KA – Fram, KA-heimilið, kl. 12.
Karlar: KA U – Hörður, Höllin, kl. 13.30.
Konur: KA/Þór – Fram, KA-heimilið, kl. 14.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -