Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Bayer Leverkusen. Mynd/TSV Bayer Leverkusen

Hildigunnur Einarsdóttir og samherjar hennar í Bayer Leverksuen hófu keppni í  þýsku 1.deildinni í handknattleik í dag af miklum krafti og unnu Union Halle-Neustadt með tíu marka mun, 26:16, á heimavelli, Ostermann-Arena í Leverkusenm að  viðstöddum 290 áhorfendum. Verulegar takmarkanir eru á komu fólks á íþróttaviðburði í Þýskalandi.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var heimaliðið aðeins með eins marks forskot að honum loknum, 12:11. Leiðir skildu í síðari hálfleik svo um munaði. Þá tóku Hildigunnur og félagar öll völd á vellinum. Var nánast um einstefnu að ræða.

Hildigunnur skoraði tvö mörk í leiknum.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Vængirnir höfðu lítið upp í krafsinu á Selfossi

Ungmennalið Selfoss vann í kvöld annan leik sinn er þeir lögðu Vægni Júpíters í Hleðsluhöllinni á Selfossi, 29:21, eftir að hafa verið...

Víkingar gerðu strandhögg í Dalhúsum

Víkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu eina taplausa liði Grill 66-deildar karla í handknattleik, Fjölni, í kvöld í Dalhúsum í Grafarvogi,...

Kría gerði usla í Kórnum

Leikmenn Kríu gerðu heldur betur usla í toppbaráttu Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu HK, 25:23, á heimavelli...
- Auglýsing -