Fréttir

Slök skotnýting varð Íslandi að falli í Ljubljana

Slök skotnýting varð öðru fremur til þess að íslenska landsliðið stendur illa að vígi eftir 10 marka tap fyrir Slóveníu, 24:14, í fyrri viðureign liðanna í Ljubljana í dag í umspili fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer á Spáni í...

Bjarni og félagar komnir í góða stöðu

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar í Skövde eru komnir með annan fótinn í úrslitarimmuna um sænska meistaratitilinn eftir að hafa lagt IFK Kristianstad öðru sinni í undanúrslitum í dag, 33:27. Leikið var í Kristianstad. Þriðja viðureign liðanna verður í Skövde...

Stóryrtar yfirlýsingar ekki í samræmi við sjónarmið félaganna

Stjórn Handknattleikssambands Íslands lagði blessun sína yfir þá uppstokkun á leikjadagskrá sem samþykkt var á formannafundi sambandsins fyrir hádegið og greint var frá handbolta.is fyrr í dag. Um leið sendi stjórnin frá sér yfirlýsingu þar sem m.a. segir að...

Aron Pálmarsson fer til Danmerkur í sumar

Aron Pálmarsson gengur til liðs við danska meistaraliðið Aalborg Håndbold í sumar samkvæmt heimildum TV2 í Danmörku. Aron mun skrifa undir þriggja ára samning við Álaborgar-liðið sem hefur safnað að sér stórstjörnum síðustu vikurnar en til stendur að Mikkel...

Formenn harma umræðuna og standa þétt að baki stjórnenda HSÍ

Formenn handknattleiksdeilda þeirra liða sem eiga sæti í Olísdeild karla lýsa yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Handknattleiksambands Íslands og nýkjörna stjórn í yfirlýsingu sem send var út fyrir stundu eftir fund þeirra þar sem ákveðið var að stokka upp...

Olísdeildin stokkuð upp – byrjað 22. apríl og leikið í landsleikjavikunni

Leikjadagskrá Olísdeild karla hefur verið stokkuð upp eftir að talsverðar óánægju gætti á meðal leikmanna og þjálfara við þeirri dagskrá sem kynnt var á dögunum. Samkvæmt þeirri áætlun sem samþykkt var á fundi formanna félaga í Olísdeild karla og...

Níunda rimman við Slóvena

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna mætir í dag Slóveníu í fyrri viðureign þjóðanna um keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni frá 1. til 19. desember. Flautað verður til leiks í Sportni Park Kodeljevo-íþróttahöllinni í Ljubljana klukkan 15.30....

Rašimas er í hópi Litháa

Vilius Rašimas, markvörður Selfoss, er einn þriggja markvarða í 19 manna landsliðshópi Litháens sem valinn hefur verið. Rašimas var ekki í hópnum sem tók þátt í undankeppni EM í mars en nú er reiknað með honum en landslið Litháen...

Íþróttir eru óútreiknanlegar

„Fyrirfram eru líkurnar kannski ekki með okkur en það skemmtilega við íþróttir er að aldrei er hægt að slá neinu föstu, þær eru óútreiknanlegar,“ sagði Lovísa Thompson, landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign Íslands og...

Molakaffi: Rúnar, Gärtner, Hinze, Olsson, Beutler, Soubak og Aron

Rúnar Sigtryggsson og lærisveinar hans í EHV Aue töpuðu fyrir Dormagen á útivelli, 28:26, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði ekki marki í leiknum fyrir Aue og Sveinbjörn Pétursson varði eitt skot í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -