Fréttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea er frá keppni vegna heilahristings

Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik hefur ekkert leikið með danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg-Voel síðan síðla í janúar eftir að hún fékk þungt höfuðhögg sem olli heilahristingi. Hún gat þar af leiðandi ekki gefið kost á sér í landsliðið sem mætir...

Fregna beðið af samningi Dags við Króata

Nærri tvær vikur eru liðnar síðan það spurðist út með fréttum króatískra fjölmiðla að Dagur Sigurðsson væri efstur á óskalista króatíska handknattleikssambandsins í leit þess að þjálfara fyrir karlalandsliðið. Því var meira að segja haldið fram að samkomulag væri...

Dagskráin: HK-ingar sækja Valsmenn heim

Eftir nokkra daga hlé verður þráðurinn tekinn upp á ný við keppni í Olísdeild karla í kvöld. Valsmenn taka þá á móti HK í næsta síðasta leik 16. umferðar. Flautað verður til leiks í N1-höll Vals klukkan 19.30. Valsmenn koma...
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnór, Solberg, Balling, Tchaptchet, Lüdicke, megn óánægja

Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro mátti bíta í það súra epli að leikmenn hans töpuðu í gær á heimavelli, 35:34, fyrir grannliðinu Mors-Thy í upphafsleik 22. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Þetta var um leið fyrsti sigur Mors-Thy í...

Evrópudeild karla – 16-liða úrslit – 2. umferð, leikir og staðan

Önnur umferð riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildar karla í handknattleik fór fram í kvöld. Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni með félagsliðum sínum. Úrslit leikjanna, staðan og það helsta af Íslendingunum er að finna hér fyrir neðan. 1. riðill:RN-Löwen - Hannover-Burgdorf...

Myndskeið: Viktor Gísli fór á kostum í Evrópudeildinni

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í kvöld þegar Nantes vann pólska liðið Górnik Zabrze, 31:23, á heimavelli í annarri umferð 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli varði 17 skot, 43,6%, og átti þar af leiðandi stóran þátt...
- Auglýsing -

Orri Freyr og félagar lögðu Berlínarrefina í Berlín

Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting Lissabon gerðu sér lítið fyrir og unnu efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, 32:31, í annarri umferð riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Max...

Íslenska karlalandsliðið er áfram í efsta flokki

Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður í efsta styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts karla í Kaupmannahöfn 21. mars. Er það óbreytt frá því þegar dregið var í undankeppni EM2024 vorið 2022. Þá sat...

Styttist í æfingar U15 og U16 ára landsliða kvenna

Valdir hafa verið tveir æfingahópar yngri landsliða kvenna, annarsvegar U15 og hinsvegar U16 ára sem ætlað er að koma saman til æfinga frá 29. febrúar til 2. mars.Hildur Þorgeirsdóttir og Sigríður Unnur Jónsdóttir sjá um U15 ára landsliðið hafa...
- Auglýsing -

Þetta er bara ágæt niðurstaða – Valur fer til Búkarest

Valur mætir rúmenska liðinu Steaua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik en dregið var í morgun. Fyrri viðureignin verður í Búkarest 23. mars og sú síðari viku síðar í N1-höll Valsmanna við Hlíðarenda. „Ég held að þetta sé...

Ragnheiður framlengir samning sinn til tveggja ára

Ragnheiður Sveinsdóttir hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Ragnheiður sem er uppalin hjá Haukum hefur verið í mikilvægu hlutverki hjá liðinu bæði í vörn og sókn á þessu leiktímabili ásamt því síðasta. Ragnheiður leikur...

Molakaffi: Šola, Gauti, Lagerquist, Tamše, Davidsen

Vlado Šola hefur skrifað undir nýjan samning um þjálfun karlalandsliðsins Svartfjallalands fram yfir heimsmeistaramótið sem fram fer í janúar á næsta ári í Danmörku, Króatíu og Noregi. Šola, sem er Króati og fyrrverandi markvörður, tók við þjálfun svartfellska landsliðsins...
- Auglýsing -

Draumabyrjun hjá Arnóri Snæ með Gummersbach

Arnór Snær Óskarsson fékk draumabyrjun í fyrsta leik sínum fyrir Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Hann skoraði sex mörk í jafnmörgum skotum auk þess sem Gummersbach vann leikinn, sem var við Leipzig, 30:29. Þýski ...

Sigvalda Birni líkar lífið hjá Kolstad – hefur skrifað undir sex ára samning

Landsliðsmanninum Sigvalda Birni Guðjónsson líkar svo vel lífið hjá norska meistaraliðinu Kolstad í Þrándheimi að hann hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við félagið, fram til loka leiktíðarinnar sumarið 2030. Frá þessu er sagt á heimsíðu Kolstad í...

Þórir vill mæta þeim bestu fyrir Ólympíuleika

Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna og ríkjandi Evrópumeistara ætlar að leika alvöru landsleiki í aðdraganda Ólympíuleika í sumar. Ákveðið hefur verið að norska landsliðið leiki tvisvar sinnum við heimsmeistara Frakka í byrjun júlí og mæti síðan danska...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -