Fréttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Við erum fegnir að vera á lífi

„Við getum verið sammála um að við höfum hingað til ekki sýnt okkar bestu hliðar á Evrópumótinu og vorum eiginlega slegnir eftir frammistöðuna í gærkvöld gegn Ungverjum,“ sagði Arnór Atlason aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is...

Handkastið: Gísli Þorgeir er veikasti hlekkur sóknarleiks Íslands

„Fyrir mér er Gísli Þorgeir veikasti hlekkurinn í sóknarleik íslenska landsliðsins," segir sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, í nýjasta þætti Handkastsins. Arnar er nýlega kominn heim eftir að hafa séð leiki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Nýjasti þáttur...

Eigi skal gráta Björn bónda! – upp með fjörið!

Það tekur alltaf tíma að jafna sig eftir áföll. Það hafa íslenskir handknattleiksmenn fengið að kynnast í gegnum tíðina. Þeir þekkja vel hina gömlu setningu: „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði og leita hefnda“. Ég gleymi aldrei...
- Auglýsing -

Snjókoma tók á móti strákunum okkar í Köln

Sjókoma tók á móti íslenska landsliðinu þegar það kom til Kölnar undir kvöld eftir lestarferð frá München. Nokkuð hefur snjóað í nyrðri og vestari hluta Þýskalands í dag. Hefur það sett strik í samgöngureikninginn í dag. Tafir hafa verið...

Norðmenn voru Portúgölum engin fyrirstaða

Portúgalska landsliðið hóf keppni í milliriðli á Evrópumótinu í handknattleik í dag með sannfærandi sigri á norska landsliðinu, 37:32, Barcleysa Arena í Hamborg í upphafsleik milliriðils tvö á mótinu. Portúgalska landsliðið er eitt fjögurra landsliða sem eftir eru í...

Myndir: Síðasti dansinn í Ólympíuhöllinni

Þúsundir Íslendinga kvöddu Ólympíuhöllina í München í gærkvöld að loknum þriðja og síðasta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik karla. Aðeins hafði fækkað í hópnum eftir tvo fyrstu leikina en það sló ekki á stemninguna á meðal Íslendinganna,...
- Auglýsing -

Anton og Jónas eru á heimleið

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í handknattleik í Þýskalandi. Þeir eru á heimleið. Það staðfesti Anton Gylfi við handbolta.is í morgun. Fækkað var í hópi dómara eftir að riðlakeppninni lauk í...

Fjögur lið eftir í kapphlaupi um sæti í forkeppni ÓL

Fjögur landslið eru eftir í kapphlaupinu um tvö sæti í forkeppni Ólympíuleikanna þegar framundan er milliriðlakeppni Evrópumótsins. Auk íslenska landsliðsins eru það landslið Austurríkis, Hollands og Portúgals. Austurríki fór áfram í milliriðil á kostnað Spánar sem þegar var komið...

Því miður þá veit ég ekki svarið

„Því miður þá hef ég ekki svarið við því af hverju allt fór úrskeiðis hjá okkur í leiknum,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir átta mark tap íslenska landsliðsins fyrir Ungverjum, 33:25, í afleitum...
- Auglýsing -

Dagskráin: Bárátta um hvert stig í leikjum kvöldsins

Þrettánda umferð Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld og er útlit fyrir spennandi leiki, jafnt í efri sem neðri hlutanum. Efstu liðin, Valur og Haukar, eigast við Origohöllinni klukkan 19.30. Valur hefur tveggja stiga forskot á Hauka. Einnig eigast við...

Molakaffi: Duvnjak, Þjóðverjar, Schmid, Baumgartner og fleira

Domagoj Duvnjak lék í gær sinn 247. landsleik fyrir Króatíu og er þar með orðinn leikjahæsti landsliðsmaður þjóðarinnar í handknattleik karla. Duvnjak komst í gær upp fyrir Igor Vori sem lék 246 landsleiki fyrir Króatíu.  Þýska landsliðið lék í gærkvöld...

Spánverjar úr leik í fyrsta sinn í 30 ár – Austurríki fór áfram

Í fyrsta sinn í 30 ára sögu Evrópumótanna í handknattleik karla verða Spánverjar ekki á meðal þátttakenda í milliriðlakeppninni. Spánverjar, sem léku til úrslita á EM fyrir tveimur árum, sitja eftir í B-riðli. Þeir gerðu jafntefli við Austurríkismenn í...
- Auglýsing -

Sennilega erum við of fyrirsjáanlegir

„Það er erfitt að segja hvað kom fyrir svona skömmu eftir að leiknum er lokið. Kannski vorum við að gera þeim of auðvelt fyrir að mæta sóknarleik okkar. Sennilega erum við of fyrirsjáanlegir í sóknarleiknum. Við verðum að fara...

Stóð ekki steinn yfir steini

„Fyrri hálfleikurinn var að mörgu leyti fínn en þegar kom fram í síðari hálfleikinn var eins og það molnaði jafnt og þétt undan okkur. Það stóð bara ekki steinn yfir steini í neinum þætti leiksins. Við misstum vörnina og...

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – riðlakeppni

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá Evrópumóts karla í handknattleik sem stendur yfir í Þýskalandi frá 10. - 28. janúar. Dagskráin er birt daglega á meðan mótið stendur yfir og úrslit leikja uppfærð jafnóðum og þeim verður lokið auk þess...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -