Fréttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmtán marka munur í Mýrinni

Haukar unnu stórsigur á Stjörnunni í upphafsleik 15. umferðar Olísdeildar kvenna sem fram fór í Mýrinni í Garðabæ í kvöld, 36:21, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12. Úrslitin eru e.t.v. í takti við stöðu liðanna...

Króatar unnu heimamenn sem leika til undanúrslita

Króatar lögðu Þjóðverja í síðasta leik milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í kvöld, 30:24, að viðstöddum nærri 20 þúsund áhorfendum í Lanxess Arena í Köln. Sigurinn breytir ekki þeirra staðreynd að Króatar reka lestina í milliriðli eitt og hafna...

Frammistaðan veldur mér vonbrigðum

„Við komum mjög flatir inn í síðari hálfleikinn. Ég hef bara alls engar skýringar á því svona strax eftir leik. Sex marka forskot rann fljótt úr höndum okkar vegna þess að við vorum í vandræðum með að skora. Eins...
- Auglýsing -

Vistaskipti Benedikts Gunnars hafa verið staðfest

Handknattleiksmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska meistaraliðið Kolstad í Þrándheimi. Valur staðfesti þetta í dag í tilkynningu. Orðrómur hefur verið upp um vistaskiptin síðustu vikur og m.a. mun Benedikt Gunnar hafa heimsótt félagið. Benedikt...

Þetta á alls ekki að eiga sér stað hjá okkur

„Það gerist bara eitthvað hjá okkur fyrstu 10 til 15 mínúturnar í síðari hálfleik. Þá féllum við bara alltof langt niður. Þetta á alls ekki að gerast hjá okkur en því miður þá höfum sýnt þessa hlið alltof...

Valsarar leika til undanúrslita í Veszprém

Ungu leikmennirnir í handknattleiksliði Vals sem taka nú þátt í Balaton cup handknattleiksmótinun í Veszprém í Ungverjalandi leika á morgun um þriðja við jafnaldra sína í þýska liðinu Füchse Berlin. Piltarnir eru fæddir 2008. Valur tapaði í dag fyrir GOG,...
- Auglýsing -

Mættum ekki eins og alvöru menn í síðari hálfleik

„Við vorum með þá í fyrri hálfleik og förum inn með sex marka forskot að í hálfleik. Síðan byrjum við síðari hálfleikinn mjög illa á meðan þeir mættu af fullum þunga til leiks. Skyndilega var leikurinn orðinn jafn. Frammistaða...

Fimmtán dýrar mínútur

Fimmtán svartnættis mínútur í upphafi síðari hálfleiks gegn Austurríki reyndust íslenska landsliðinu dýrar í lokaleik sínum á Evrópumótinu í handknattleik. Íslenska liðið missti niður sex marka forskot, 14:8, í hálfleik niður í 15:16 í fyrri hluta hálfleiksins. Íslendingum tókst...

Janus, Teitur, Ómar Ingi og Óðinn eru leikklárir – Teitur verður með

Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Ómar Ingi Magnússon hafa jafnað sig nægilega vel af veikindum sem hafa hrjáð þá síðustu daga til þess að geta leikið með íslenska landsliðinu í dag gegn austurríska landsliðinu í síðasta leiknum...
- Auglýsing -

Dagskráin: Haukar sækja Stjörnuna heim

Fimmtánda umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í kvöld með einum leik. Stjarnan og Haukar mætast í Mýrinni í Garðabæ. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Leikið verður áfram í deildinni á föstudag og laugardag þegar umferðinni lýkur. Haukar sitja...

Hefur fulla trú á að markmiðið náist

„Aðalatriðið er að við erum að fara í leik á EM sem skiptir máli. Ef við hefðum tapað fyrir Króatíu hefur staðan verið önnur. Okkur tókst að setja upp úrslitaleik um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna og náð markmiðum okkar,“...

Verður gaman að spila úrslitaleik

„Það var mikill léttir að vinna leik og fyrir vikið getum við enn náð markmiði sem við settum okkur fyrir mótið, að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is í aðdraganda...
- Auglýsing -

Valur er í undanúrslitum í Ungverjalandi

Fjórða flokks liðs Vals í handknattleik karla er kominn í undanúrslit á Balaton Cup-mótinu í Veszprém í Ungverjalandi þrátt fyrir tap fyrir Barcelona, 24:17, í síðasta leik riðlakeppninnar í gærkvöld. Valur mætir danska liðnu GOG í undanúrslitaleiknum sem hefst...

Molakaffi: Dagur, Aron, Erlingur, Afríkukeppnin, Vilhelm

Dagur Sigurðsson stýrði japanska landsliðinu til sigurs á landsliði Barein, 20:17, í undanúrslitum Asíukeppninnar í handknattleik í gær. Keppnin fer fram í Barein. Aron Kristjánsson er þjálfari landsliðs Barein. Katar lagði Kúveit, 33:26, í hinni viðureign undanúrslita.  Japan og Katar...

Svíar steinlágu – Danir léku sama leikinn og síðast

Danir og Svíar töpuðu síðustu leikjum sínum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í kvöld. Danir lágu fyrir Slóvenum, 28:25, og Svíar töpuðu með 10 marka mun fyrir Norðmönnum, 33:23. Svíar lögðu sig ekki mikið fram í leiknum. Nokkrir...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -