Fréttir

Myndaveisla frá Akureyri

Stjarnan vann KA/Þór, 23:21, í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í gær. Egill Bjarni Friðjónsson, ljósmyndari KA, var á leiknum og fékk handbolti.is sendar nokkrar myndir frá honum sem gaman er að renna yfir.

Molakaffi: Aðalsteinn, Daníel, Haukur, Kjelling

Kadetten Schaffhausen, svissneska meistaraliðið sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, vann í gær toppslaginn í svissnesku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Pfadi Winterthur, 37:35, á heimavelli. Kadetten er eitt í efsta sæti deildarinnar með 8 stig að loknum fjórum leikjum.  Daníel Freyr Andrésson...

Jafntefli í Íslendingaslag

Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik Elvar Örn Jónsson og Viktor Gísli Hallgrímsson mættust í dönsku úrvalsdeildinni í gær með liðum sínum, Skjern frá Jótlandi og GOG frá Fjóni í Skjern Bank Arena að viðstöddum 400 áhorfendum. Jafntefli varð niðurstaðan, 31:31,...

Sigurgangan heldur áfram

Ekkert lát er á sigurgöngu Söndru Erlingsdóttur og samherja í danska B-deildarliðinu EH Aalborg en í gær vann liðið níu marka sigur á Lyngby, 27:18, á heimavelli eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:9. Sandra,...

Fékk boltann í andlitið

Heiðrún Dís Magnúsdóttir, markvörður Stjörnunnar, varð fyrir því óláni í leik KA/Þórs og Stjörnunnar að fá boltann í andlitið þegar hún gerði tilraun til að verjast skoti úr horni eins og sést af meðfylgjandi mynd Egils Bjarna Friðjónssonar. Heiðrún...

Frábært mark Hauks – myndskeið

Haukur Þrastarson stimplaði sig inn í pólsku úrvalsdeildina í gær þegar hann skoraði sín fyrstu mörk fyrir meistaraliðið Vive Kielce. Annað markið sem Haukur skoraði í leiknum er sérlega glæsilegt. Með því að smella á örina hér fyrir neðan...

Í landsliðið með slitið krossband

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég er valin í landsliðshóp en það hefur lengi verið markmiðið og því er ég í sjöunda himni og er alveg tilbúin í verkefnið,“ segir Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals, sem valin var...

Byrjuðu á sigri í Kórnum

HK, sem spáð er að standi uppi sem sigurvegari í Grill 66-deild karla í vor vann ungmennalið Selfoss í fyrstu umferð deildarinnar í dag í Kórnum, 27:25, í hörkuleik þar sem á tíðum mátti vart á milli sjá hjá...

Víkingur byrjaði á sigri

Víkingur vann U-lið Vals, 32:30, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handknattleik í dag þegar liðin mættust í Origohöllinn við Hlíðarenda. Lærisveinar Jóns Gunnlaugs Viggóssonar í Víkingi voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13, og sýndu í leiknum...

Lilja skoraði þriðjung makanna

Lilja Ágústsdóttir fór á kostum með U-liði Vals þegar það vann Víking í fyrstu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í Origohöllinn í dag, 30:24. Lilja skoraði þriðjung marka Valsliðsins sem var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik,...
- Auglýsing -
- Auglýsing -