Fréttir

- Auglýsing -

Frábært að spila fyrir fólkið okkar

„Frábær og mikilvægur sigur hjá okkur í erfiðum leik sem var járn í járn allan tímann,“ sagði Sunna Jónsdóttir markahæsti leikmaður ÍBV með 10 mörk í sigurleiknum á Val Vestmannaeyjum í dag í 3. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik....

Svolítið sama uppskriftin

„Þetta er svolítið sama uppskriftin í fyrstu leikjunum okkar. Við erum að leiða nánast allan leikinn en við erum ekki að ná að klára leikina með sigri," sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu við handbolta.is eftir jafntefli liðsins...

Víkingar blása á spárnar

Víkingar halda áfram á sigurbraut í Grill 66-deild karla í handknattleik undir stjórn Jóns Gunnlaugs Viggóssonar. Í dag lögðu þeir ungmennalið Hauka, 26:25, í hörkuleik í Víkinni eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 15:11. Þar með...

Með tvö stig í farteskinu

KA/Þór fagnaði sínum fyrsta sigri í Olísdeild kvenna í kvöld þegar liðið lagði neðsta lið deildarinnar, FH, 21:19, í Kaplakrika í síðasta leik þriðju umferðar deildarinnar og fer því með kærkomin tvö stig í farteskinu norður í kvöld. FH-liðið...

Eyjamenn bitu hressilega frá sér

Eftir slæman skell á móti Haukum fyrir viku þá sneru leikmenn ÍBV heldur betur við blaðinu í dag þegar þeir skelltu Valsmönnum á sannfærandi hátt í lokaleik 3. umferðar Olísdeildar karla í í Vestmannaeyjum, 28:24. Eyjamenn tóku öll völd...

Birgir Steinn hetja Gróttu

Brigir Steinn Jónsson var hetja Gróttuliðsins í dag þegar hann sá til þess að liðið fór með annað stigið í farteski sínu suður eftir heimsókn í KA-heimilið. Birgir Steinn jafnaði metinn, 25:25, rétt fyrir leikslok eftir æsilega spennandi leik....

Hvorki gengur né rekur

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg tapaði í dag sínum fjórða leik í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar það heimsótti Mors-Thy, 22:21. Ribe-Esbjerg er þar með enn á meðal neðstu liða deildarinnar, hefur tvö stig að loknum fimm leikjum sem er sennilega fyrir...

Thea kom öflug til leiks

Thea Imani Sturludóttir nýtti tækifærið sem hún fékk í dag með liði sínu Århus United í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar það lék gegn Vendsyssel sem þær Steinunn Hansdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir leika með. Thea skoraði fjögur mörk...

ÍBV tyllti sér á toppinn

ÍBV tyllti sér á topp Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag þegar liðið lagði Val, 23:22, í hörkuleik í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Valur var marki yfir í hálfleik, 11:10. ÍBV hefur þar með fimm stig að loknum þremur leikjum...

Þriðjungur markanna íslenskur

Íslendingar komu mikið við sögu þegar IFK Kristianstad vann öruggan sigur á Redbergslid, 31:25, í 3. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag en leikið var í Stokkhólmi. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk fyrir IFK og Teitur...
- Auglýsing -
- Auglýsing -