Grill66deildir

Tíu marka sigur og rautt spjald í Austurbergi

ÍR-ingar unnu sannfærandi sigur á nýliðum Kórdrengja í Austurbergi í kvöld í áttundu umferð Grill66-deildar karla í handknattleik, 34:24, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:10. Þetta var annar sigur ÍR-inga í vikunni. Þeir...

Jón Ómar fór á kostum í áttunda sigri Harðar

Jóni Ómari Gíslasyni héldu engin bönd í kvöld þegar hann skoraði þriðjung marka toppliðs Harðar er það lagði Aftureldingu með 12 marka mun í áttundu umferð Grill66-deildar karla í handknattleik í kvöld, 36:24, í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Hörður...

ÍR gefur ekkert eftir

ÍR gefur ekkert eftir í toppbáráttu Grill66-deildar kvenna í handknattleik. Liðið komst upp í annað sæti deildarinnar í kvöld með stórsigri á ungmennaliði Stjörnunnar í Austurbergi, 36:24. ÍR var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:11. ÍR hefur þar...

Naumur sigur og FH áfram efst

FH-ingar halda efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik eftir nauman sigur á Gróttu, 19:18, í hörkuleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. FH er 12 stig að loknum átta leikjum og er stigi á undan ÍR sem á leik...

Dagskrá: Efstu lið beggja Grill66-deildanna í sviðsljósinu

Tvö efstu lið Grill66-deildar karla í handknattleik, Hörður og ÍR, verða í eldlínunni á heimavelli í kvöld. ÍR-ingar bjóða upp á tvíhöfða því kvennalið ÍR tekur á móti ungmennaliði Stjörnunnar klukkan 18. Í kjölfarið mæta Kórdrengir liðsmönnum ÍR sem...

Hörður sektaður um 100 þúsund vegna hegðunar áhorfenda

Handknattleikdeild Harðar á Ísafirði hefur verið sektuð um 100.000 krónur vegna þess að aðilum á vegum deildarinnar var vísað úr húsi vegna ósæmilegrar hegðunar á viðureign ÍR og Harðar í Grill66-deild karla í handknattleik sem fram fór í Austurbergi...

Auður Brynja fór á kostum í fjórða sigri Víkinga

Auður Brynja Sölvadóttir fór á kostum með liði Víkings í kvöld er það lagði ungmennalið HK, 27:26, í hörkuleik í 8. umferð Grill66-deildar kvenna í handknattleik. Auður Brynja skoraði 12 mörk og var allt í öllu í fjórða sigurleik...

Dagskráin: Hafnarfjarðarslagur með hraðprófum – leikið í Víkinni

Tvö efstu lið Olísdeildar karla, Haukar og FH, hefja 11. umferð deildarinnar í sannkölluðum stórleik á heimavelli FH, Kaplakrika, í kvöld. Flautað verður leiks klukkan 19.30. Reynt verður að tryggja góða stemningu á Hafnarfjarðarslagnum. Þess vegna verður opið fyrir 500...

Þjálfaralausir ÍR-ingar létu ekki stórleik Ísaks slá sig út af laginu

ÍR-ingar sitja einir í öðru sæti Grill66-deildar karla í handknattleik eftir að þeir unnu ungmennalið Selfoss með þriggja marka mun, 32:29, í Austurbergi í kvöld. ÍR var einnig þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Örvhenta skyttan efnilega, Ísak Gústafsson,...

Dagskráin: Ungmenni frá Selfossi mæta í Austurberg

Einn leikur er á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik karla í kvöld. Ungmennalið Selfoss sækir ÍR-inga heim í Austurberg klukkan 20.15 í Grill66-deild karla. Viðureignin er úr fjórðu umferð en henni varð að fresta á sínum tíma þegar kórónuveira herjaði...
- Auglýsing -
- Auglýsing -