Grill66deildir

HSÍ-menn vongóðir um að opnað verði fyrir æfingar

„Við erum vongóðir um að opnað verði fyrir æfingar í næstu viku þótt ástandið hafi eitthvað örlítið versnað síðustu daga varðandi veirusmitin,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í samtali við handbolta.is í dag

Ráðuneytið gengur til liðs við Breytum leiknum

Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ: HSÍ, og félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins, skrifuðu í vikunni undir samning sem felur það í sér að ráðuneytið styrkir Breytum leiknum átaki HSÍ.

Þær erlendu farnar heim í bili

Þrír erlendir leikmenn sem léku með kvennaliði Selfoss í haust fengu leyfi á dögunum til að fara heim og taka sér hvíld frá ástandinu á Íslandi. Þeir eru hinsvegar væntanlegir aftur um leið og rofar til og...

Maður bara bíður og vonar

„Maður bara bíður og vonar eftir að komast sem fyrst aftur inn á parketið,“ sagði Axel Sveinsson, aðstoðarþjálfari handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði, sem situr í sömu súpu og aðrir þjálfarar og leikmenn liða í meistaraflokki karla og...

Skarð er fyrir skildi hjá Gróttu

Skyndileg vistaskipti Bjarna Ófeigs Valdimarssonar frá FH til Skövde hefur áhrif á fleiri liði en FH vegna þess að með honum til Svíþjóðar flytur kærastan, Tinna Valgerður Gísladóttir. Það væri e.t.v. ekki í frásögur færandi á þessum...

Opnað fyrir börn og unglinga – meistaraflokkar áfram úti

Íþróttastarf barna og unglinga verður leyft frá og með 18. nóvember samkvæmt því sem fram kom í viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar í hádeginu í dag. Hún var þá að stíga út af...

Tillögur sóttvarnalæknis ganga ekki langt

„Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á blaðamannafundi Almannavarna fyrir hádegið í dag. Fram kom á fundinum að sóttvarnalæknir hefur skilað inn...

Undirbúningstíminn lengist stöðugt

Gísli Steinar Jónsson er annar þjálfari kvennaliðs Fjölnis-Fylkis. Hann segir að nokkuð vel hafi gengið að halda leikmönnum við efnið. Hann á ekki von á öðru en sú vinna sem leikmenn hafi lagt á sig við erfiðar...

Nýtum tímann vel og verum jákvæð

Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Aftureldingar í Grill 66-deild kvenna, segir að líkja megi undanförnum vikum við langt undirbúningstímabili við afar sérstakar aðstæður. Afturelding hafi aðeins lokið einum leik þegar hlé var gert vegna landsliðsviku undir lok...

Flest lið verða fljót að rífa sig upp

Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu i Grill 66-deildinni, segir að síðustu vikur hafi gengið vel þótt gjörbreyta hafi þurft æfingaáætlunum eftir að gert var hlé á keppni á Íslandsmótinu og innanhússæfingar óheimilar. Mikil áhersla hafi verið lögð...
- Auglýsing -
- Auglýsing -