Grill 66 karla

Tíu marka sigur og rautt spjald í Austurbergi

ÍR-ingar unnu sannfærandi sigur á nýliðum Kórdrengja í Austurbergi í kvöld í áttundu umferð Grill66-deildar karla í handknattleik, 34:24, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:10. Þetta var annar sigur ÍR-inga í vikunni. Þeir...

Jón Ómar fór á kostum í áttunda sigri Harðar

Jóni Ómari Gíslasyni héldu engin bönd í kvöld þegar hann skoraði þriðjung marka toppliðs Harðar er það lagði Aftureldingu með 12 marka mun í áttundu umferð Grill66-deildar karla í handknattleik í kvöld, 36:24, í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Hörður...

Þjálfaralausir ÍR-ingar létu ekki stórleik Ísaks slá sig út af laginu

ÍR-ingar sitja einir í öðru sæti Grill66-deildar karla í handknattleik eftir að þeir unnu ungmennalið Selfoss með þriggja marka mun, 32:29, í Austurbergi í kvöld. ÍR var einnig þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Örvhenta skyttan efnilega, Ísak Gústafsson,...

Dagskráin: Ungmenni frá Selfossi mæta í Austurberg

Einn leikur er á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik karla í kvöld. Ungmennalið Selfoss sækir ÍR-inga heim í Austurberg klukkan 20.15 í Grill66-deild karla. Viðureignin er úr fjórðu umferð en henni varð að fresta á sínum tíma þegar kórónuveira herjaði...

Jóhann dreif Þórsara áfram

Þór á Akureyri vann Vængi Júpíters með fimm marka mun, 28:23, í Grill66-deild karla í handknattleik í gærkvöld en leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri. Gestirnir að sunnan voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni Akureyri.net...

Selfyssingar fóru heim með bæði stigin

Ungmennalið Selfoss setti strik í reikning Fjölnismanna í Grill66-deild karla í handknattleik er þeir komu í heimsókn í Dalhús í kvöld. Fjölnir sem hafði aðeins tapað einni af sex viðureignum sínum í deildinni til þessa mátti sætta sig við...

Dagskráin: Efsta liðið sækir það neðsta heim

Þrír leikir fara fram í Grill66-deild karla í handknattleik karla í kvöld. Þar ber væntanlega hæst að topplið deildarinnar og það eina sem ekki hefur tapað stigi fram til þessa, Hörður á Ísafirði, sækir Berserki heim í Víkina klukkan...

Handboltinn okkar: Níunda umferð, málefni Þórs, breytingar á fyrirkomulagi

Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíóið sitt og tóku upp sautjánda þátt vetrarins. Umsjónarmenn að þessu sinni voru Jói Lange, Arnar Gunnarsson og Gestur Guðrúnarson. Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í...

Segir að menn vilji leggja niður handbolta hjá Þór í stað þess að byggja upp

„Bæjaryfirvöld verða að fara taka alvarlega þá bláköldu staðreynd að það bráðvantar eitt stykki íþróttahús á félagssvæði Þórs. Það myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi,“ skrifað Árni Rúnar Jóhannsson, formaður handknattleiksdeildar Þór á Akureyri í aðsendri grein sem...

Kórdrengir stóðu upp í hárinu á Herði

Kórdrengir veittu toppliði Harðar frá Ísafirði harða keppni í viðureign liðanna í Grill66-deild karla í handknattleik í Digranesi í kvöld en máttu játa sig sigraða þegar upp var staðið. Lokatölur 31:29 fyrir Hörð sem var þremur mörkum yfir að...
- Auglýsing -
- Auglýsing -