Grill 66 karla

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungu Valsararnir sóttu tvö stig suður á Ásvelli

Ísak Logi Einarsson skoraði níu mörk fyrir ungmennalið Vals í dag þegar það lagði ungmennalið Hauka, 27:23, á Ásvöllum í 1. umferð Grill66-deildar karla í handknattleik. Valsarar voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12. Haukum tókst að jafna...

Dagskráin: Úlfarsárdalur, Eyjar, Selfoss og Ásvellir

Þrír leikir fara fram í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. Umferðinni lýkur á morgun. Að henni lokinni verður gert hlé á keppni í Olísdeildinni til 5. október vegna alþjóðlegrar landsleikjaviku sem haldin er í aðdraganda Evrópumóts...

Molakaffi: Hermansson, Guðrún Erla, Arnar Þór, Agnes, Telma, Lydía, Aþena

Cornelia Hermansson, markvörður, fékk loksins leikheimild með Selfossi í gær og verður þar með gjaldgeng með Selfossliðinu þegar það tekur á móti Val í Olísdeild kvenna í Sethöllinni á Selfossi í dag. Hermansson var ekki komin með leikheimild í...
- Auglýsing -

Grill66-deild karla: Þór tapaði heima, HK og Víkingar unnu – Úrslit og markaskor kvöldsins

Þórsarar máttu bíta í það súra epli í kvöld að sjá Fjölnismenn taka bæði stigin með sér suður úr viðureign liðanna í Höllinni á Akureyri í kvöld, 29:27. Fjölnir var sterkari í leiknum og hafði m.a. fjögurra marka forskot...

Sex í einn kippu til Kórdrengja

Víst er að það hljóp verulega á snærið hjá liði Kórdrengja í dag þegar sex leikmenn fengu félagaskipti, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir fyrsta leiksins liðsins á leiktíðinni í Grill66-deildinni. Ástþór Barkarson sem síðast var hjá Þrótti er kominn til liðs...

Flytur úr Grafarholti í Grafarvog

Hinn þrautreyndi handknattleiksmaður Sigurður Örn Þorsteinsson hefur sagt skilið við Fram og gengið til liðs við Fjölni, og flytur þar með úr Grafarholti í Grafarvog. Félagaskipti Sigurðar Arnar gengu í gegn í dag og ætti hann þar með að...
- Auglýsing -

Örvhent króatísk skytta komin til Þórs

Þór Akureyri hefur samið við örvhenta og hávaxna skyttu frá Króatíu, Josip Vekic, eftir því sem fram kemur á félagaskiptsíðu HSÍ. Vekic getur þar með verið klár í slaginn með Þórsurum gegn Fjölni í 1. umferð Grill66-deildarinnar í...

Fjölnir fær tvo Stjörnumenn að láni

Fjölnir hefur fengið tvo leikmenn Stjörnunnar að láni skömmu áður en flautað verður til fyrsta leiks liðsins í Grill66-deild karla. Fjölnir sækir Þór Akureyri heim í 1. umferð deildarinnar í kvöld. Um er að ræða tvo efnilega leikmenn, Benedikt Marinó...

Spá fyrir Grill66-deild karla: Hnífjöfn keppni HK og Víkings er framundan

Verði niðurstaðan af keppni tímabilsins sem framundan er í Grill66-deild karla eitthvað í takti við niðurstöðu af spá vina og velunnara handbolta.is verður kapphlaup HK og Víkings um efsta sætið æsilegt. Munurinn á liðunum tveimur í spánni gat ekki...
- Auglýsing -

Flytja úr Digranesi á Ásvelli

Kórdrengir, sem leika í Grill66-deild karla, færa sig um set á keppnistímabilinu sem er framundan. Þeir verða með bækistöðvar á Ásvöllum í Hafnarfirði, heimavelli Hauka. Á síðasta keppnistímabili léku Kórdrengir heimaleiki sína í Digranesi en stunduðu æfingar víðsvegar um...

Rjúka umsvifalaust upp aftur

Lærisveinar Sebastians Alexanderssonar í HK staldra aðeins við í eitt keppnistímabil í Grill66-deild karla gangi spá fyrirliða og þjálfara liða Grill66-deildarinnar eftir. Samkvæmt niðurstöðum hennar vinnur HK-liðið öruggan sigur í Grill66-deildinni og verður á ný í hópi bestu liða...

Molakaffi: Víkingur á sigurbraut, Anton, Sveinbjörn, Poulsen, Barthold, Bjørnsen

Víkingar búa sig af kostgæfni undir þátttöku í Grill66-deild karla sem hefst síðar í þessum mánuði. Nýverið var liðið í vel lukkuðum viku æfingabúðum á Spáni eins og handbolti.is sagði frá. Eftir heimkomuna hafa Víkingar leikið þrjá æfingaleiki. Þeir...
- Auglýsing -

Fjölnir hefur samið við færeyskan markvörð

Færeyski makvörðurinn Andri Kristiansson Hansen hefur gengið til liðs við Fjölni og staðfest þá ætlan með því að skrifa undir samning við félagið. Hansen kemur til Fjölnis frá uppeldisfélaginu sínu STíF í Færeyjum (Stranda ítróttafelag) þar sem hann hefur...

HK kjöldró ungmennin – Stjarnan náði öðru sæti

HK innsiglaði sigur sinn á UMSK-móti karla í kvöld með stórsigri á Aftureldingu, 42:23, í lokaumferðinni sem leikin var í Kórnum í Kópavogi. Í kjölfar leiks HK og Aftureldingar vann Stjarnan liðsmenn Gróttu, 36:30, og náðu þar með öðru...

HK skellti Stjörnunni og hefur fullt hús

HK-ingar unnu Stjörnuna í annarri umferð UMSK-móts karla í handknattleik í Kórnum í dag, 29:26. Kópavogsliðið fylgdi þar með eftir öruggum sigri á Gróttu á síðasta sunnudag. Ljóst er að HK-liðið vinnur mótið þótt ein umferð sé eftir óleikin. Stjarnan...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -