Grill 66 karla

Fljótt flýgur fiskisaga

Það er ekki á hverjum degi sem fréttir úr íslenskum handknattleik, hvað þá ráðning þjálfara í næst efstu deild, vekja athygli út fyrir landssteinana. Óhætt er að segja að ráðning Þórs Akureyrar í dag á hinum 48 ára gamla...

Frá Vardar Skopje til Þórs á Akureyri

Stevče Alušovski, sem þjálfað hefur stórliðið Vardar Skopje undanfarin tvö ár hefur verið ráðinn þjálfari Þórs á Akureyri samkvæmt heimildum Akureyri.net. Þór leikur í Grill66-deild karla á næsta keppnistímabili. Alušovski hætti hjá Vardar í vor þegar Veselin Vujovic var...

Víkingar verða í Olísdeildinni – Berserkir í Grill66-deildina

Handknattleikssamband Íslands staðfesti fyrir stundu að Víkingur tekur sæti Kríu í Olísdeild karla í handknattleik á komandi keppnistímabili.Víkingur hefur ennfremur sent frá sér tilkynningu vegna þess sama. Þar kemur fram að Berserkir, venslalið Víkings, taki sæti Víkinga í Grill66-deildinni....

ÍR-ingum berst hressilegur liðsstyrkur

ÍR-ingum hefur heldur betur borist liðsstyrkur fyrir átökin í Grill66-deild karla á næsta keppnistímabili. Félagið greinir frá því í dag að það hafi samið við Kristján Orra Jóhannsson og Sigurð Ingiberg Ólafsson um að leika með liði félagsins. Báðir...

Beint af Ólympíuleikum til Ísafjarðar – Hörður semur við þrjá

Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði eru síður en svo af baki dottnir. Þeir safna nú að sér liði fyrir átökin í Grill66-deildinni á næsta keppnistímabili. Í dag tilkynnti Hörður að samið hafi verið við þrjá erlenda leikmenn sem bætast...

Fyrirliðinn skrifar undir fimm ára samning

Óli Björn Vilhjálmsson fyrirliði handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði var ekkert að tvínóna á dögunum og skrifað undir fimm ára samning við félagið eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá handknattleiksdeild Harðar í morgun. „Óli Björn hefur náð þeim einstaka...

Santos verður áfram við stjórnvölinn á Ísafirði

Carlos Martin Santos, þjálfari handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu þriggja ára. Harðarliðið hefur tekið stórstígum framförum undir stjórna Spánverjans. Í vor var Hörður, á sínu fyrsta ári í Grill66 -deild karla, hársbeidd...

Viktor semur við Fjölni

Viktor Lekve hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni á næsta tímabili og mun því mynda þjálfarateymi ásamt Guðmundi Rúnari Guðmundssyni sem stýrði liðinu síðasta vetur og gerir áfram á næstakeppnistímabili. Viktor stýrir einnig ungmennaliði Fjölnis sem ætlar að...

Ekkert hik á markverðinum

Handknattleiksmarkvörðurinn Sverrir Andrésson hefur framlengt samningi sínum við Víking til næstu tveggja ára. „Sverrir er einn af máttstólpum liðsins og stór ástæða fyrir velgengni seinasta tímabils. Sverrir var með yfir 40% meðalmarkvörslu í Grill66-deildinni á nýliðnu tímabili og var að...

Tinna Sigurrós og Rasimas sköruðu fram úr – myndir

Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss fór fram í sumarblíðu á Hótel Selfoss á laugardagskvöldið síðastliðið. Kátt var á hjalla og gleðin var ótakmörkuð af sóttvarnarreglum. Dagskráin var með hefðbundnu sniði og var veislustjóri kvöldsins Gunnar Sigurðarson. Á hófinu voru veitt einstaklingsverðlaun...
- Auglýsing -
- Auglýsing -