Grill 66 karla

- Auglýsing -

HK krækir í reynslumann

Handknattleiksdeild HK hefur krækt í reyndan mann til þess að koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og leysa þar af hólmi Vilhelm Gauta Bergsveinsson sem hefur orðið að draga saman seglin vegna anna. Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari Árni Stefánsson bætist...

Byrjuðu á sigri í Kórnum

HK, sem spáð er að standi uppi sem sigurvegari í Grill 66-deild karla í vor vann ungmennalið Selfoss í fyrstu umferð deildarinnar í dag í Kórnum, 27:25, í hörkuleik þar sem á tíðum mátti vart á milli sjá hjá...

Víkingur byrjaði á sigri

Víkingur vann U-lið Vals, 32:30, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handknattleik í dag þegar liðin mættust í Origohöllinn við Hlíðarenda. Lærisveinar Jóns Gunnlaugs Viggóssonar í Víkingi voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13, og sýndu í leiknum...

Engir áhorfendur á leikjum helgarinnar

Að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn HSÍ tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar fari fram án áhorfenda. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi í samráði við yfirvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst...

Kría kom, sá og sigraði

Tinna Laxdal skrifar: Kría sigraði Fram U 30:27 í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Kristján Orri Jóhannsson var atkvæðamestur fyrir hönd heimamanna með 11 mörk en hjá Ungmennaliði Fram voru Marteinn Sverrir Ingibjargarson og Róbert Árni Guðmundsson markahæstir...

Stórleikur Hrafns skipti sköpum á Torfnesi

Vængir Júpíters unnu nýliðaslaginn í Grill 66-deild karla í kvöld þegar þeir sóttu liðsmenn Harðar á Ísafirði heim í íþróttahúsið Torfnesi, lokatölur, 27:23, eftir að fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 15:10, Vængjunum í vil. Þetta var bara...

Leikir kvöldsins í fjórum deildum

Sex leikir eru á dagskrá á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. Reykjavíkurslagur verður í Olísdeild kvenna þegar Valur og Fram mætast í Origohöllinni við Hlíðarenda klukkan 20. Leikurinn er sá fyrsti í 2. umferð deildarinnar. Tveir leikir verða í...

Eftirvænting hjá Harðarmönnum

„Við höfðum búið okkur undir að það tæki fimm ár að komast upp í Grill-deildina en vegna ákvörðunar HSÍ í vor að liðka fyrir þátttöku liða í deildinni þá tók það okkur ekki nema ár að öðlast sætið,“ sagði...

Grill 66-deild karla krufin til mergjar

Í dag fór í loftið á Spotify nýr þáttur af Handboltanum okkar. Að þessu sinni var sjónum beint að Grill 66-deild karla en keppni í henni hefst annað kvöld. Í þættinum fóru umsjónarmenn yfir spá þáttarins fyrir Grill66 deild...

HK ætlar rakleitt aftur upp

„Markmið okkar eru að fara beint upp aftur í deild þeirra bestu. Um leið ætlum við að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á ungum uppöldum leikmannahópi HK í bland við reynslumikla stráka sem komu í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -