Grill 66 kvenna

HK verður áfram í Olísdeildinni

HK heldur sæti sínu í Olísdeild kvenna í handknattleik á næsta keppnistímabili eftir að liðið vann ÍR í úrslitum umspils Olísdeildar í kvöld. HK lagði þá ÍR í þriðja sinn, 26:22, og hlaut þrjá vinninga í jafnmörgum leikjum. ÍR...

Dagskráin: Tekst ÍR-ingum að setja strik í reikning HK-inga?

HK og ÍR mætast í kvöld í þriðja sinn í úrslitum umspilsins í Olísdeild kvenna. Flautað verður til leiks í Kórnum í Kópavogi klukkan 18. HK stendur vel að vígi eftir að hafa unnið tvo fyrstu leiki liðanna, 27:25 og...

HK stendur vel að vígi

HK stendur vel að vígi í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna eftir annan sigur á ÍR í Austurbergi í kvöld, 24:21, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 13:8. Kópavogsliðið hefur þar með tvo vinninga en ÍR engan....

Dagskráin: HK sækir ÍR heim í umspili

Í kvöld fer fram önnur viðureign HK og ÍR í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik. Leikið verður í Austurbergi og gert ráð fyrir að flautað verði til leiks klukkan 19.30. HK vann fyrsta leik liðanna sem fram fór í...

Molakaffi: Bikarmeistarar, Óskar, Viktor, Sara, Guðmundur, Sigtryggur, Victor, Rasmussen, Freitas

Væntanlegir leikmenn Fram á næsta keppnistímabili, Luka Vukicevic og Marko Coric, unnu austurrísku bikarkeppnina í handknattleik karla á laugardaginn með liði sínu, Bregenz. Þeir skoruðu fimm mörk hvor í úrslitaleiknum sem Bregenz vann, 32:30, gegn Handball Tirol. Óskar Ólafsson skoraði...

Skammt stórra högga á milli hjá Gunnari

Handknattleiksþjálfarinn Gunnar Gunnarsson var ekki lengi að fá nýtt starf eftir að Haukar leystu hann undan samningi í gær. Fyrir stundu var tilkynnt að Gunnar taki við þjálfun kvennaliðs Gróttu af Kára Garðarssyni. Grótta hefur samið við Gunnar til...

Kári lætur gott heita hjá Gróttu

Kári Garðarsson er hættur þjálfun kvennaliðs Gróttu. Hann staðfesti það við handbolta.is í dag. Kári stýrði sínum síðasta leik gegn HK í undanúrslitum Olísdeildar á dögunum. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver tekur við af Kára. „Þetta er komið...

ÍR veitti HK hörku keppni

HK vann nauman sigur á ÍR í fyrstu viðureign liðanna í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í Kórnum í kvöld, 27:25. HK var fjórum mörkum yfir í hálfleik og var það mesti munurinn á liðunum í leiknum. Næsti...

Hafdís bætist í hópinn hjá Víkingi

Handknattleikskonan Hafdís Shizuka Iura hefur ákveðið að ganga til liðs við Víking sem leikur í Grill66-deildinni. Hafdís, sem er 28 ára gömul, lék síðast með HK en hefur einnig leikið með Fylki og Fram þar sem hún var lengi...

HK fer aftur í Digranes – kosningar og tónleikar riðla dagskrá

Ef til kemur fimmtu viðureignar HK og ÍR í umspili um sæti í Olísdeild kvenna fer leikurinn fram í Digranesi en ekki í Kórnum þar sem nær allir leikir meistaraflokka HK í handknattleik hafa farið fram í síðustu árin....
- Auglýsing -
- Auglýsing -