Grill 66-deildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Karen Tinna heldur áfram með ÍR-ingum

Handknattleikskonan öfluga, Karen Tinna Demian, hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR. Karen Tinna, sem er lykilmaður í meistaraflokki kvenna, skoraði 93 mörk í 16 leikjum í vetur en liðið hafnaði í öðru sæti í Grill 66-deildinni. Karen Tinna og...

Fyrsti leikur Víkings og Fjölnis verður eftir viku

Víkingur og Fjölnir mætast í úrslitum umspils um sæti í Olísdeild karla. Þetta varð ljóst í kvöld þegar bæði lið unnu andstæðinga sína, Kórdrengi og Þór, öðru sinni mjög örugglega. Fyrsti leikur Víkings og Fjölnis er ráðgerður á þriðjudaginn...

Samstarfi Fjölnis og Fylkis hefur verið slitið

Samstarf Fjölnis og Fylkis um rekstur meistaraflokks kvenna í handknattleik verður ekki framlengt. Í tilkynningu í dag kemur fram að félögin hafi komst að þessari niðurstöðu í sameiningu eftir að tímabilinu í Grill 66-deild kvenna lauk. Meistaraflokkur kvenna mun...
- Auglýsing -

Dagskráin: Úrslitakeppni kvenna hefst – ráðast úrslit í umspilinu?

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í kvöld. Eins og undanfarin ár þá taka liðin sem höfnuðu í þriðja til sjötta sæti þátt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tvö þau efstu, deildarmeistarar ÍBV og silfurlið Vals, sitja yfir. Stjarnan, Fram, Haukar...

Níu marka sigur á Selfossi

Selfoss hreppti fyrsta vinninginn í kapphlaupinu við FH í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Selfossliðið sem varð næst neðst í Olísdeild kvenna lagði FH sem varði í fjórða sæti í Grill 66-deild kvenna, sé litið framhjá...

Hildur lék Gróttuliðið grátt

ÍR vann stórsigur á Gróttu í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna, 32:20 í Skógaseli í dag. Hildur Öder Einarsdóttir, markvörður ÍR, átti stórleik, varði 18 skot og skoraði auk þess tvö mörk. Má segja að stórleikur...
- Auglýsing -

Dagskráin: Fjórir hörkuleikir karla og kvenna

Áfram verður leikið í 1. umferð úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik í dag. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Haukum klukkan 15 og bikarmeistarar Aftureldingar sækja Framara heim í Úlfarsárdal. Aðeins líður klukkustund frá því að flautað verður til leiks...

Umspil: Víkingur og Fjölnir standa vel að vígi

Víkingur og Fjölnir standa afar vel að vígi eftir fyrstu umferð fyrri hluta umspilsins um sæti í Olísdeild karla sem fram fór í kvöld. Bæði lið unnu sannfærandi sigri á andstæðingum sínum á heimavelli. Fjölnir lagði Þór, 30:22, í...

Dagskráin: Kapphlaupið hefst í kvöld

Fyrri hluti umspils um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð hefst í kvöld með tveimur leikjum sem fram fara í Dalhúsum í Grafarvogi kl. 18 og í Safamýri þar sem Víkingar hafa hreiðrað um sig síðasta árið. Leikurinn...
- Auglýsing -

Ætlaði sér að verða markahæst í deildinni

„Ég varð næst markahæst í Olísdeildinni í fyrra og setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ná að verða markahæst í Grillinu og það tókst,“ sagði Sylvía Björt Blöndal leikmaður Aftureldingar og markahæsti leikmaður Grill 66-deildar kvenna í...

Arnór Þorri er markakóngur Grill 66-deildar karla

Þórsarinn Arnór Þorri Þorsteinsson er markakóngur Grill 66-deildar karla en keppni í deildinni lauk á föstudagskvöld. Arnór Þorri skoraði 120 mörk í 18 leikjum Þórs í deildinni, að jafnaði 6,6 mörk í leik. Níu mörkum á eftir er Ágúst Ingi...

Umspilskeppni Olísdeildanna hefst eftir páska

Nú þegar keppni er lokið í Olísdeild kvenna, Grill 66-deild kvenna og Grill 66-deild karla liggur fyrir hvað lið mætast í fyrstu umferð í umspili um sæti í Olísdeildum karla og kvenna á næsta keppnistímabili. Fyrsta umferð í umspilskeppni Olísdeildar...
- Auglýsing -

„Allur hópurinn er reynslunni ríkari“ – úrslit lokaumferðarinnar

Afturelding fékk afhent sigurlaun fyrir að vinna Grill 66-deild kvenna í dag eftir að liðið lagði HK U, 39:21, í síðustu umferð deildarinnar á Varmá. Afturelding vann deildina með 29 stigum í 16 leikjum, varð fjórum stigum á undan...

Dagskráin: Bikar fer á loft í Mosfellsbæ

Síðasta umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik fer fram í dag. Flautað verður til leiks í leikjunum fjórum klukkan 16 í Skógarseli, Úlfarsárdal, Varmá og í Safamýri. Í leikslok á Varmá fær Aftureldingarliðið afhent sigurlaun sín en liðið innsiglaði...

HK kvaddi með 13 marka sigri – úrslit, lokastaða, umspilsleikir

HK fékk í kvöld afhent sigurlaun sín fyrir að vinna Grill 66-deildina í handknattleik karla. HK-liðið hélt upp á áfangann með því að vinna Fjölni örugglega, 33:20, í Kórnum. Þegar upp er staðið er HK með 35 stig af...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -