Landsliðin

Fyrirliðinn á HM hefur ákveðið að kveðja landsliðið

Arnór Þór Gunnarsson, sem var fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik á HM í upphafi þessar árs, hefur ákveðið að hætta að leika með íslenska landsliðinu í handknattleik. Hann greindi frá ákvörðun sinni í samtali við Akureyri.net í dag. Þolir ekki...

Þrjátíu og fimm manna EM-hópur hefur verið valinn

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina að taka þátt í EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Úr þessum hópi verður valinn fámennari hópur til æfinga og þátttöku á...

Sandra og Auður Ester fengu viðurkenningu í mótslok

Á verðlaunahófi handknattleiksmótsins í Cheb í Tékklandi í dag voru bestu leikmenn hvers liðs útnefndir. Sandra Erlingsdóttir var útnefnd sem besti leikmaður A-landsliðs Íslands og Auður Ester Gestsdóttir hjá B-landsliðinu. Sandra skoraði 17 mörk á mótinu ásamt að stjórna sóknarleiknum...

Naumt tap fyrir fyrir HM-förum

Tékkneska A-landsliðiðið vann íslenska A-landsliðið með tveggja marka mun, 27:25, í síðasta leiknum á fjögurra liða móti í Cheb í Tékklandi í dag. Þetta var síðasta vináttuleikur tékkneska liðsins áður en það fer til Spánar eftir helgina til þátttöku...

Tékkland – Ísland, streymi

Landslið Íslands og Tékklands í handknattleik kvenna eigast nú við á æfingamóti í Cheb í Tékklandi. Handbolta.is var að berast hlekkur á steymi frá leiknum sem hér með er deilt með lesendum. Leikurinn hófst klukkan 13. https://www.tvcom.cz/Zapas/Sport-Hazena/Soutez-O-stit-mesta-Chebu/Pohlavi-Zeny/Sezona-2021/204725-CR-Island.htm?fbclid=IwAR1Mxyjdp00JN_IhDvDI3_m8qbaNrjYGd-ccmGwLvWKwMEBqQgN9XchapNo

Kvöddu Tékka með 17 marka sigri

B-landslið Íslands í handknattleik vann stórsigur á U20 ára landsliði Tékka í morgun í þriðju og síðustu umferð æfingamótsins í Cheb í Tékklandi, 35:18. Íslenska liðið tók öll völd á leikvellinum strax í upphafi og var með sex marka...

Dagskráin: Grillið, landsleikir og Evrópukeppni

Tveir leikir verða í Grill66-deildunum í handknattleik í dag, einn í hvorri deild. Til viðbótar verður karlalið Hauka í eldlínunni í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar þegar líður á daginn. Einnig standa fyrir dyrum landsleikir hjá A- og B-landsliðum kvenna í...

Ekki annað hægt en að vera ánægður

„Ég var gríðarlega sáttur við spilamennskuna hjá stelpunum í kvöld,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna í skilaboðum til handbolta.is í kvöld að loknum átta marka sigri á landsliði Sviss, 30:22, í annarri umferð á æfingamóti í Cheb...

Íslenska liðið fór á kostum gegn Sviss í Cheb

A-landslið kvenna í handknattleik vann öruggan sigur á landsliði Sviss, 30:22, í annarri umferð á æfingamóti í Cheb í Tékklandi í kvöld. Íslenska liðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og hleypti þeim svissnesku aldrei nærri....

„Alveg ótrúlegt tap“

„Ég er svo ferlega svekkt eftir þetta tap að ég get varla talað,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, annar þjálfari B-landsliðs kvenna við handbolta.is í kvöld eftir eins marks tap fyrir Sviss, 28:27, á æfingamóti í Cheb í Tékklandi í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -