Landsliðin

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bein útsending – landsleikur, Ísland – Færeyjar U18 ára kvenna

Landslið Íslands og Færeyja í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mætast öðru sinni í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi klukkan 16.30. Íslenska landsliðið vann fyrri leikinn sem fram fór í gær, 31:29. Leiknum er streymt og er...

Annar sigur hjá 16 ára landsliðinu

U16 ára landslið Íslands vann færeyska landsliðið öðru sinni á tveimur dögum þegar liðin mættust í Kórnum eftir hádegið í dag, lokatölur 22:19. Ísland var einnig með þriggja marka forskot eftir fyrri hálfleik, 10:7. Íslensku stúlkurnar voru með yfirhöndina í...

Æfingahópur valinn fyrir Ólympíudaga æskunnar

Arnar Gunnarsson og Grétar Áki Andersen hafa valið hóp drengja til æfinga hjá U17 ára landsliðinu 10. og 11. júní en liðið tekur þátt í Ólympíudögum æskunnar sem fram fara 23. til 31. júlí. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og...
- Auglýsing -

Bein útsending – landsleikur, Ísland – Færeyjar U16 ára kvenna

Landslið Íslands og Færeyja í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mætast öðru sinni í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi klukkan 14. Íslenska landsliðið vann fyrri leikinn sem fram fór í gær, 25:23. Leiknum er streymt og er...

Tveir tveggja marka sigrar hjá þeim yngri

U18 ára landslið Íslands vann færeyska landsliðið í sama aldursflokki í vináttulandsleik sem fram fór í Kórnum í dag, 31:29. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 17:17. Þetta var fyrri viðureign liðanna en sú síðari verður einnig í...

Bein útsending – landsleikur, Ísland – Færeyjar U18 ára kvenna

Landslið Íslands og Færeyja í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, mætast í vináttulandsleik í Kórnum klukkan 16.30. Bæði lið taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í sumar. Leiknum er streymt og er m.a. hægt að fylgjast...
- Auglýsing -

Bein útsending – landsleikur, Ísland – Færeyjar U16 ára kvenna

Landslið Íslands og Færeyja í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mætast í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi klukkan 14. Leiknum er streymt og er m.a. hægt að fylgjast með á hlekknum hér fyrir neðan. https://www.youtube.com/watch?v=FFX7lRiAh5k

Búum okkur undir hörkuleiki um helgina

„Leikirnir leggjast vel í mig. Alltaf gaman að spila landsleiki hér heima og eru stelpurnar spenntar,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U18 ára landsliðs kvenna sem leikur tvo leiki hér heima á morgun og á sunnudaginn við færeyska...

Tóku þá sænsku í kennslustund og tryggðu sér bronsið

Strákarnir í Reykjavíkurúrvalinu í handknattleik unnu bronsið á Balaton Cup fyrr í dag. Þeir burstuðu leikmenn Eskilstuna Guif með 18 marka mun, 34:16, og fengu þeir sænsku að kynnast því í síðari hálfleik hvar Davíð keypti ölið. Leikurinn fór...
- Auglýsing -

HM U18 ára kvenna: „Spennandi og krefjandi riðill“

Íslenska kvennalandsliðið, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hafnaði í riðli með Svartfellingum, Svíum og Alsírbúum, þegar dregið var fyrir stundu í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu frá 30. júlí til 10. ágúst....

Leikmenn valdir fyrir EM 18 ára – Einar þjálfari með Heimi

Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson hafa valið 16 leikmenn og fimm til vara vegna undirbúnings og þátttöku í lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla, landsliðum skipuðum leikmönnum 18 ára og yngri, sem fram fer í Podgorica í Svartfjallalandi 4. til...

Silfur í Ósló eftir dramatískan úrslitaleik

Reykjavíkurúrval stúlkna hafnaði í öðru sæti á borgarleikunum í handknattleik eftir naumt tap fyrir úrvalsliði Kaupmannahafnar í úrslitaleik í morgun, 21:20. Danska liðið komst einu sinni yfir í leiknum og það var með sigurmarkinu sem skorað var beint úr...
- Auglýsing -

Naumt tap – leika um bronsið á morgun

Reykjavíkurúrval stráka í handknattleik tapaði naumlega í dag fyrir Zagreb í undanúrslitum Balaton cup handknattleiksmótsins í Ungverjalandi, 27:26. Íslensku piltarnir leika þar með um þriðja sætið á mótinu á morgun gegn Guif frá Eskilstuna í Svíþjóð. Zagreb-liðið var með fimm...

HM U18 ára kvenna: Ísland í fjórða flokki þegar dregið verður í riðla

Ísland verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður á morgun í riðla fyrir heimsmeistaramót kvennalandsliða, skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Norður Makedónía verður gestgjafi mótsins. Alls verða nöfn 32 þjóða í skálunum sem dregið verður úr á...

Þriðji sigurinn í höfn í Ósló

Ekkert lát er á sigurgöngu Reykjavíkurúrvalsliðs stúlkna í borgarkeppninni í Ósló. Í morgun vann liðið þriðja leik sinn í mótinu er það skellti liði frá Helsinki í Finnlandi með 11 marka mun, 31:20. Á morgun bíður liðsins viðureign gegn...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -