Landsliðin

Byrja gegn Portúgal

Íslenska landsliðið í handknattleik karla leikur við Portúgal í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Egyptalandi í janúar. Lið þjóðanna ættu að þekkja vel hvort inn á annað þegar að leiknum kemur vegna þess að 6. og...

Breytum gömlum og úreltum viðhorfum

Handknattleikssamband Íslands hóf í dag átakið Breytum leiknum sem miðar að því að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. Markmiðið með átakinu er að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að byrja...

Guðmundur:„Líst bara vel á“

„Mér líst bara vel á riðilinn,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans strax og dregið hafði verið í riðla á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld. Íslenska landsliðið verður í riðli F...

Ísland í riðli með tveimur Afríkuþjóðum á HM

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik dróst í F-riðil ásamt Portúgal, Alsír og Marokkó á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi frá 13. -31. janúar nk. Dregið var fyrir stundu við glæsilega athöfn á Giza-sléttunni, nærri pýramídunum glæsilegu skammt utan Kaíróborgar. Þrjú...

Dregið í riðla fyrir HM kl. 17 – bein útsending

Klukkan 17 hefst athöfn á Gíza sléttunni í nágrenni Kaíró, nærri pýramídunum mögnuðu, þar sem dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Egyptalandi frá 13. til 31. janúar á næsta ári. Handbolti.is tengist beinni útsendingu í...

Guðmundur verður að vera með grímu á HM

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, verður skyldugur að vera með grímu meðan hann stýrir íslenska landsliðinu í leikjum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar.  Aðeins leikmenn verða undanskildir grímunotkun meðan á leikjum mótsins stendur samkvæmt reglum sem...

HM-dráttur á Gizasléttunni

Á laugardaginn verður dregið í riðla fyrir heimsmeistaramót karla í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi 13. til 31. janúar á næsta ári. Athöfnin fer fram á Giza sléttunni, nærri pýramídunum mögnuðu í Giza, sem tilheyrir einu úthverfa Kaíró,...

Óvíst með lokakeppni EM

Fullkomin óvissa ríkir hvort lokakeppni EM 18 og 20 ára landsliða karla fari fram í janúar en landslið Íslands í þessum aldursflokkum hafa fyrir nokkru tryggt sér þátttökurétt. Til stóð á mótin færu fram í sumar. Yngri liðin áttu að...

Eiga ekki upp á pallborðið

Íslenskir handknattleiksdómarar virðast ekki vera hátt skrifaðir hjá Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, ef marka má lista sem sambandið gaf út á dögunum og gildir fyrir komandi keppnistímabil. Á listanum er að finna nöfn 125 dómara frá 41 landi.  Tveir þriðju hluti...

Litháenferð ef covid19 leyfir

Eins og mál standa um þessar mundir eru mestar líkur á að leikirnir í riðili íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik í forkeppni heimsmeistaramótsins fari fram í Litháen fjórða, fimmta og sjötta desember. Margir varnaglar hafa þó verið slegnir m.a. vegna...
- Auglýsing -
- Auglýsing -