Okkar fólk úti

Aron: Fyrsta æfing, Aðalsteinn, sektin, Wanne

Aron Pálmarsson tók í gær þátt í sinni fyrstu æfingu með nýjum samherjum í danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold þegar liðið kom saman til fyrstu æfingar fyrir næsta keppnistímabil.  Handknattleiksmaðurinn Aðalsteinn Aðalsteinsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja...

ÓL: Mjög svekktur með úrslitin

„Þessi úrslit eru mjög svekkjandi. Við vorum betri aðilinn en klúðruðum mörgum góðum færum í lok seinni hálfleiks,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Barein við handbolta.is í dag eftir annað naumt tap Bareina í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Að þessu...

ÓL: Japanska liðið veitti því sænska harða keppni

Japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar sýndi allt aðrar og betri hliðar í dag þegar það mætti sænska landsliðinu í lokaleik annars keppnisdags í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það nægði þó ekki til sigurs gegn sterku liði...

ÓL: Annað grátlegt tap hjá Aroni

Aron Kristjánsson og leikmenn Barein máttu bíta í það eldsúra epli að tapa öðru sinni nánast grátlega á síðustu sekúndum í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag. Eftir að hafa verið með yfirhöndina frá upphafi þá töpuðu Bareinar með eins marks...

ÓL: Þórir og norska liðið byrjar á 12 marka sigri

Evrópumeistarar Noregs í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hófu handknattleikskeppni Ólympíuleikanna af miklum krafti í morgun. Noregur vann þá Suður Kóreu, 39:27. Segja má að norska liðið hafi í raun gert út um leikinn í fyrri hálfleik með...

ÓL: „Mikill sviðsskrekkur í okkur“

„Það var mikill sviðsskrekkur í okkur og ekki síst eftir mjög sterka byrjun Dana í leiknum. Þá fóru menn að skjálfa,“ sagði Dagur Sigurðsson, þjálfari japanska landsliðsins í skilaboðum til handbolta.is eftir 17 marka tap japanska landsliðsins fyrir Ólympíumeisturum...

ÓL: Martraðarbyrjun Japana létti meisturunum róðurinn

Ólympíumeistarar Danmerkur í handknattleik karla hófu titilvörn sína með öruggum stórsigri á japanska landsliðinu undir stjórn Dags Sigurðssonar, 47:30, eftir að staðan var 25:14, að loknum fyrri hálfleik. Martraðarbyrjun japanska landsliðsins setti sitt mark á leikinn. Leikmenn virtust bugaðir af...

ÓL: „Við erum hundóánægðir“

„Við erum hundóánægðir. Þessi byrjun á keppninni veldur vonbrigðum ekki síst vegna þess að við verðskulduðum meira en raun ber vitni um,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, í samtali við þýska fjölmiða eftir eins marks tap fyrir...

ÓL: Þjóðverjar fóru illa að ráði sínu gegn Spánverjum

Spánverjar unnu þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, 28:27, í æsispennandi leik í A-riðli handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í morgun. Þjóðverjar geta sjálfum sér um kennt hvernig fór. Þeir fengu tvo ruðningsdóma á sig á endasprettinum þegar möguleiki gafst...

ÓL: Aron og Bareinar velgdu Svíum undir uggum

Aron Kristjánsson og leikmenn hans í landsliði Barein voru grátlega nærri öðru stiginu í upphafsleik sínum í B-riðli handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem hófst í nótt. Barein mætti silfurmeisturum síðasta heimsmeistaramóts, Svíum, og voru með yfirhöndina lengst af í leiknum. Svíarnir...
- Auglýsing -
- Auglýsing -