Okkar fólk úti

Molakaffi: Hannes Jón, Arnór Þór, Daníel Þór, Gottfridsson, Heymann, Evrópudeild kvenna

Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í Alpla Hard unnu Linz með átta marka mun, 28:20, á heimavelli í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn í handknattleik karla í gær. Alpla Hard er ríkjandi meistari í Austurríki. Arnór...

Lærisveinar Guðjóns Vals vinna deildina

Gummersbach, liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, tryggði sér í dag sigur í þýsku 2. deildinni í handknattleik með stórsigri á Ludwigshafen, 32:21, á heimavelli. Fyrr í vikunni var liðið öruggt um sæti í 1. deild á næstu leiktíð....

Orri Freyr og Aron Dagur bikarmeistarar í Noregi

Íslensku handknattleiksmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson urðu í dag norskir bikarmeistarar í handknattleik karla með Elverum. Elverum lagði Arendal í úrslitaleik með þriggja marka mun, 35:32, í Jordal Amfi austur af Ósló. Hvorki Orri Freyr né Aron...

Molakaffi: Benedikt Marinó, Grétar Ari, Tumi Steinn, Dibirov

Ungur og efnilegur handknattleiksmaður, Benedikt Marinó Herdísarson, hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna. Benedikt Marinó var í leikmannahópi Stjörnunnar í 14 leikjum í Olísdeild í vetur sem leið. Má vænta þess að hann verði oftar í eldlínunni á...

Óvæntur mótherji Bjarna Ófeigs og félaga í úrslitum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í IFK SKövde mæta Ystads IF í úrslitum um sænska meistaratitilinn í handknattleik karla. Mörgum að óvörum þá vann Ystads IF ríkjandi meistara og nýkrýnda deildarmeistara IK Sävehof með þremur vinningum gegn einum í...

Molakaffi: Aðalsteinn, Orri, Bjarki, Ýmir, Heiðmar, Daníel, Ólafur, Janus

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu GC Amicitia Zürich með fimm marka mun, 34:29, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum um svissneska meistaratitilinn í handknattleik í gær. Leikið var í Shaffhausen. Orri Freyr Gíslason, sem gekk...

Haukur og félagar eru í góðri stöðu

Haukur Þrastarson og samherjar hans í pólska meistaraliðinu Vive Kielce standa vel að vígi eftir þriggja marka sigur á Montpellier í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld, 31:28. Leikurinn fór fram í...

Molakaffi: Andri Heimir, Axel, Sara Dögg, Wester, Thomsen

Handknattleiksmaðurinn Andri Heimir Friðriksson hefur ákveðið að leggja handknattleiksskóna á hilluna. Andri Heimir hefur síðustu ár leikið með ÍR og var í liðinu sem endurheimti sæti í Olísdeildinni um síðustu helgi. Andri Heimir hefur víða komið við og m.a....

Töpuðu niður þræðinum í seinni hálfleik

„Við spiluðum seinni hálfleikinn bara alls ekki nógu vel. Leyfðum þeim að ná öllum tökum á leiknum í stað þess að halda áfram með það sem gekk vel hjá okkur,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau í...

Standa höllum fæti eftir fjögurra marka tap

Teitur Örn Einarsson og samherjar í þýska liðinu Flensburg standa höllum fæti eftir tap, 33:29, fyrir Barcelona á heimavelli í kvöld í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Teitur Örn skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í leiknum en...
- Auglýsing -
- Auglýsing -