Okkar fólk úti

Orri Freyr og Ólafur Andrés í stóðu í ströngu

Orri Freyr Þorkelsson og Ólafur Andrés Guðmundsson máttu gera sér að góðu jafntefli með liðum sínum Elverum og Montpellier í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Orri og félagar gerðu jafntefli við Vardar Skopje í Elverum,...

Molakaffi: Sveinn, Hannes, Annika, Hansen

Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark í tveimur skotum þegar lið hans SönderjyskE vann Skjern, 33:24, í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildinnar í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Skjern. Sveinn tók vel á því í varnarleik SönderjyskE liðsins og var m.a....

Eyjamennirnir fögnuðu sigri

Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson fögnuðu sigri saman í kvöld með liðsfélögum sínum í Gummersbach er þeir lögðu Lübeck-Schwartau með níu marka mun, 31:22, í fyrstu umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Leikið var á heimavelli...

Molakaffi: Hannes, Andrea, Volda, Magnús, Birta

Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í Alpla Hard unnu liðsmenn Voslauer afar léttilega með 17 marka mun í annarri umferð austurrísku 1. deildarinnar á heimavelli í gær. Alpla Hard, sem er ríkjandi meistari, hefur unnið tvo fyrstu leiki...

Ekki draumabyrjun í Færeyjum

Íslendingar fengu ekki draumabyrjun þegar keppni hófst í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans, þar á meðal tveir Íslendingar, máttu þola tap á heimavelli. Bjartur Már Guðmundsson og félagar í StÍF kræktu í annað...

Má þakka fyrir jafntefli

Ólafur Andrés Guðmundsson lék í dag sinn fyrst leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik eftir að hafa samið við stórliðið Montpellier í sumar. Hann fagnaði því miður ekki sigri í frumrauninni heldur mátti þakka fyrir jafntefli á heimavelli...

Þýskaland í dag: Ómar, Gísli, Ýmir, Arnór, Janus, Bjarki

Annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik lauk í dag með fimm leikjum. Íslendingar komu við sögu í fjórum þeirra. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fögnuðu öðrum sigri SC Magdeburg í dag þegar liðið sótti tvö stig í...

Vonast til að byrja að æfa með liðinu á morgun

Elvar Ásgeirsson gat ekki leikið með Nancy í fyrsta leik nýliðanna í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær vegna meiðsla. Nancy sótti þá Chartres heim og tapað naumlega, 28:27, eins og greint var frá á handbolti.is í gærkvöld....

Þýskaland: Daníel Þór – Elvar, Arnar, Alexander, Guðmundur

Daníel Þór Ingason fagnaði sínum fyrsta sigri í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld þegar lið hans Balingen-Weilstetten lagði GWD Minden á heimavelli, 27:21, þegar önnur umferð deildarinnar hófst. Þetta var jafnframt fyrsti heimaleikur Balingen-liðsins á leiktíðinni en...

Molakaffi: Kristinn, Orri Freyr, Embla, Arnar, Sveinbjörn, Egilsnes, Harpa, Aðalsteinn

Kristinn Guðmundsson stýrði EB frá Eiði í fyrsta sinn í gær í leik í færeysku úrvalsdeild kvenna þegar keppni hófst. EB, sem er nýliði í deildinni, var kjöldregið af leikmönnum H71, lokatölur 38:18. Leikurinn fór fram í Hoyvik, heimavelli...
- Auglýsing -
- Auglýsing -