Okkar fólk úti

Viktor og félagar áfram á sigurbraut

GOG, liðið sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, heldur áfram á sigurbraut í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í dag vann GOG liðsmenn Århus Håndbold, 29:21, á heimavelli og átti Viktor Gísli fínan leik. Hann stóð í marki liðsins allan...

Misjafnt gengi Íslendinga

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður, og Steinunn Hansdóttir léku báðar með Vendsyssel sem tapaði á heimavelli fyrir Skanderborg í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag, 26:19. Leikið var á heimavelli Vendsyssel á Jótalandi. Elín Jóna kom lítið við...

Aron markahæstur í stórsigri

Spænska 1. deildin er komin á fulla ferð. Í gærkvöld hófst önnur umferðin sem leikin er í vikunni og voru það meistarar Barcelona sem riðu á vaðið með heimsókn sinni til La Rioja. Sem fyrr þá voru yfirburðir Barcelona-liðsins...

Fyrsti sigurinn í höfn

Skjern, liðið sem Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik leikur með vann langþráðan sigur í gærkvöld þegar það sótti Frederica heim í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Lokatölur, 35:31. Að loknum fyrri hálfleik var staðan, 18:15, Skjern í vil Elvar Örn...

Fyrsti leikur Hauks

Haukur Þrastarson tók þátt í sínum fyrsta kappleik með pólska meistaraliðinu Vive Kilce í dag þegar liðið mætti Szczerin á heimavelli og vann öruggan 15 marka sigur, 37:22, í annarri umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Haukur skoraði ekki mark í...

Arnór og meistararnir á sigurbraut

Aalborg vann sinn þriðja sigur í röð í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið sótti Ribe-Esbjerg heim á vesturhluta Jótlands, 35:30. Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, er aðstoðarþjálfari dönsku meistaranna sem tróna nú á toppi deildarinnar. Rúnar Kárason átti...

Tveir Íslendingar í liði umferðarinnar

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í liði annarrar umferðar í dönsku úrvalsdeildinni en við val á liðinu er litið til nokkurra tölfræðiþátta og þannig metin frammistaða leikmanna í einstökum leikstöðum vallarins. Elvar Örn Jónsson hjá Skjern skaraði fram úr öðrum leikmönnum...

Átakalítill upphafsleikur

Eins og við var að búast þá var lið Helvetia Anaitasuna þeim Aroni Pálmarssyni og samherjum í Barcelona ekki mikil fyrirstaða í kvöld í upphafsleik þeirra í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Lokatölur voru 31:18 en að loknum fyrri...

Íslendingar á sigurbraut

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, og samherjar hans í GOG fögnuðu góðum sigri í kvöld á Bjerringbro/Silkeborg, 36:31, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik en leikið var á heimavelli síðarnefnda liðsins. GOG var marki yfir að loknum fyrri hálfleik,...

Hleypur í skarðið fyrir Stefán Rafn

Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur samið við slóvakann, Martin Stranovsky, 31 árs gamlan hornamann til fjögurra mánaða. Honum er ætlað að hlaupa í skarðið fyrir Stefán Rafn Sigurmannsson meðan hann jafnar sig á erfiðum meiðslum. Stranovsky kemur frá Tatran...
- Auglýsing -
- Auglýsing -