Okkar fólk úti

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tumi Steinn mætti til leiks og tók þátt í sigurleik

Tumi Steinn Rúnarsson lék sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með HSC Coburg í þýsku 2. deildinni í kvöld og fór svo sannarlega vel af stað. Hann skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Coburg vann á heimavelli...

Eru í öngum sínum yfir biðinni eftir Viktori Gísla

Eins árs samningur þýska stórliðsins THW Kiel við franska landsliðsmarkvörðinn Vincent Gérard virðist síst hafa dregið úr vangaveltum og vonum stuðningsmanna liðsins um að Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins og HBC Nantes komi til THW Kiel. Og það...

Myndskeið – Léku við hvern sinn fingur og fót

Íslenskir landsliðsmenn hafa farið á kostum í leikjum með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik síðustu daga. Er þá síst of djúpt í árinni tekið þegar litið er til framgöngu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar, Hauks Þrastarsonar,...
- Auglýsing -

Molakaffi: Jakob, Samuelsen, ÍBV, Elín Jóna, Kovács, Viken

Jakob Lárusson stýrði liði sínu, Kyndli, til sigurs í sjöunda leiknum í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Kyndill vann þá StÍF með 20 marka mun í Þórshöfn, 40:20. Turið Arge Samuelsen, fyrrverandi leikmaður Hauka, var yfirburðaleikmaður á vellinum....

Myndskeið: Gísli Þorgeir lék varnarmenn Porto grátt

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon báru uppi leik Magdeburg í kvöld þegar liðið sótti eitt stig til Porto í áttundu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 31:31. Gísli Þorgeir skoraði sex mörk og átti hvorki fleiri né...

Myndskeið: Viktor Gísli bauð upp á sýningu

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson bauð tæplega 6.000 áhorfendum í H-Arena í Nantes í kvöld upp á sýningu þegar lið hans Nantes vann Aalborg Håndbold með sjö marka mun, 35:28, í Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Viktor Gísli varði alls 21...
- Auglýsing -

Ýmir Örn hafði betur gegn félaga sínum úr vörninni

Ýmir Örn Gíslason fagnaði sigri gegn félaga sínum í vörn íslenska landsliðsins í handknattleik, Elliða Snæ Vignissyni, þegar Rhein-Neckar Löwen sótti Gummersbach heim í Schwalbe-Arena í Gummersbach í kvöld í 15. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Ýmir Örn...

Molakaffi Bjarki Már, Ólafur, Baur, dómar

Bjarki Már Elísson skoraði ekki mark fyrir Veszprém þegar lið hans tapaði í fyrsta sinn á leiktíðinni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gærkvöld í heimsókn til PPD Zagreb, 29:26. PSG komst í efsta sæti A-riðils með sigri á...

Sandra komst í átta liða úrslit bikarsins

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í TuS Metzingen tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld með baráttusigri á heimavelli á Thüringer HC, 34:32. Gestirnir voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Sandra og...
- Auglýsing -

Ekki á allt kosið hjá öllum Íslendingunum

Áfram heldur norska úrvalsdeildarliðið Kolstad, sem landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, að rúlla upp andstæðingum sínum í deildarkeppninni. Í kvöld tók Kolstadliðið liðsmenn Kristiansand Topphåndball í karphúsið og vann með 14 marka mun, 39:25,...

Haukur og félagar kræktu í tvö stig í Elverum

Haukur Þrastarson og samherjar í pólska meistaraliðinu Łomża Industria Kielce komust í efsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld, a.m.k. um stundarsakir, þegar liðið vann norsku meistarana, Elverum, naumlega í Terningen Arena í Elverum, 27:26, í hörkuleik. Kielce var...

Evrópudeildin – 4. umferð: úrslit og staðan

Fjórða umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik fór fram í kvöld. Tuttugu og fjögur lið reyndu með sér í 12 viðureignum í fjórum riðlum keppninnar. Auk Valsmanna tóku nokkrir Íslendingar þátt í öðru leikjum kvöldsins. Hér fyrir neðan eru úrslit 4....
- Auglýsing -

Ystads hleypti upp riðlinum – skelltu Flensburg

Sænsku meistararnir í Ystads unnu óvæntan en afar sanngjaran sigur á Flensburg í B-riðili Evrópudeildarinnar í handknattleik karla á heimavelli í kvöld, 30:26, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Þar með settu Svíarnir riðilinn í...

Donni leikur ekki gegn Valsmönnum

Íslenski landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, verður ekki í leikmannahópi franska liðsins PAUC í kvöld þegar liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Vals í fjórðu umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Arena Du Pays D´Aix...

Molakaffi: Elvar, Ágúst, Arnar, Ásgeir, Bjarni, Sagosen, Møller, lífróður

Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar þegar lið hans Ribe-Esbjerg tapaði fyrir Kolding á heimavelli í gærkvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 38:33.  Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot þá stund sem hann lék í marki...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -