Olísdeildir

Valur hreppti þriðja sæti og mætir Haukum – ÍBV og Stjarnan eigast við

Valur hafnaði í þriðja sæti Olísdeildar kvenna eftir að lokaumferðin fór fram í dag. Valur lagði HK, 27:20, í Origohöllinni og hlaut þar með 18 stig í 14 leikjum og var þremur stigum á eftir deildarmeisturum KA/Þórs og Fram...

Ógeðslega súr niðurstaða

„Þetta er ógeðslega súr niðurstaða eftir að hafa verið með leikinn í höndunum lengst af, nánast þangað til í lokin að allt fór að klikka hjá okkur. KA/Þór á deildarmeistaratitilinn skilið eftir ævintýri þeirra í allan vetur en við...

Nú setjum við stefnuna á þann stóra

„Það er frábært að vinna deildarmeistaratitilinn með sínu uppeldisfélagi, alveg stórkostlegt,“ sagði hin þrautreynda Martha Hermannsdóttir í samtali við handbolta.is í Framhúsinu í dag eftir að KA/Þór hafði tekið á móti deildarmeistaratitlinum í Olís deild kvenna eftir jafntefli við...

KA/Þór deildarmeistari í fyrsta sinn

KA/Þór er deildarmeisari í Olísdeild kvenna í handknattleik í fyrsta skipti eftir að liðið gerði jafntefli við Fram, 27:27, í frábærum handboltaleik í lokaumferðinni á heimavelli Framara í dag. Liðin eru jöfn að stigum en þar sem KA/Þór...

Dagskráin: Uppgjör um deildarmeistaratitilinn í Safamýri

Lokaumferð Olísdeildar kvenna fer fram í dag. Allra augu beinast að uppgjöri tveggja efstu liðanna, KA/Þórs og Fram, sem fram fer í Framhúsinu og hefst klukkan 13.30. Liðin eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina, með 20 stig hvort. KA/Þór...

Kurr á meðal Akureyringa vegna miðasöluklúðurs

Kurr er á meðal stuðningsfólks handknattleiksliðs KA/Þórs sem hafði keypt aðgöngumiða á úrslitaleik Olísdeildar kvenna í handknattleik, á milli Fram og KA/Þórs á laugardaginn. Þeir keyptu í gær miða á leikinn í gegnum miðasölukerfið Stubb en hafa nú fengið...

Magnað að fá svona stórt tækifæri snemma á ferlinum

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu. Það kom mér í opna skjöldu þegar að ég frétti af áhuga Elverum á mánudaginn í síðustu viku. Eftir það gengu hlutirnir hratt fyrir sig,“ sagði Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, sem...

Orri Freyr á leið til norsku meistaranna

Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska meistaraliðið Elverum og gengur til liðs við félagið í sumar. Frá þessu greinir Elverum nú í morgunsárið. Ny signering ✍️Velkommen til Elverum Orri Freyr Þorkelsson🤩 I...

Handboltinn okkar: Þórsarar féllu á prófinu – Valsarar vaknaðir – Staða handboltans á Akureyri

Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar gaf út sinn 53. þátt í dag. Að þessu sinni var þátturinn í umsjón Jóa Lange, Gests Guðrúnarsonar og Arnars Gunnarssonar. Þeir félagar fóru yfir leikina í 18. umferð í Olísdeild karla. Það helsta sem kom þeim...

Draumurinn nálgast með hverjum degi sem líður

„Draumurinn færist nær með hverjum deginum,“ sagði Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV og verðandi leikmaður Gummersbach í Þýskalandi þegar handbolti.is heyrði í honum í dag í kjölfar þess að í morgun var opinberað það sem legið hefur í loftinu...
- Auglýsing -
- Auglýsing -