Olísdeildir

Aðalsteinn Örn gengur til liðs við Stjörnuna

Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson sem leikið hefur árum saman með Fjölni virðist hafa gengið til liðs við Olísdeildarlið Stjörnunnar. Nafn hans var að minnsta kosti á leikskýrslu Stjörnuliðsins í gær þegar liðið mætti Aftureldingu í 1. umferð UMSK-mótsins í handknattleik...

HK hóf tímabilið á sigri – aðrir skiptu með sér stigunum

Undirbúningsmót handknattleiksliðanna hér á landi eru hafin enda er ekki nema rétt um mánuður þangað til flautað verður til leiks í Olísdeildunum. UMSK-mót karla hófst í dag með tveimur hörkuleikjum. HK gerði sér lítið fyrir og lagði Gróttu með...

Þorgrímur Smári ákveður að láta gott heita

Handknattleiksmaðurinn Þorgrímur Smári Ólafsson tilkynnti í dag að ekki væri von á honum fram á handknattleikvöllinn á nýja leik, alltént ekki í hlutverki leikmanns. Eftir langvarandi glímu við meiðsli hefur hann játað sig sigraðan og segist þar með láta...

Fyrirliðinn skrifar undir tveggja ára samning

Hornamaðurinn Richard Sæþór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss og verður þar af leiðandi á fullri ferð með liðinu undir stjórn Þóris Ólafssonar í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Richard Sæþór hefur verið útnefndur fyrirliði...

Arnór og Bruno framlengja veruna hjá KA

Miðjumaðurinn Arnór Ísak Haddsson og Bruno Bernat, markvörður, framlengdu í gær samninga sína við handknattleiksdeild KA til tveggja ára. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu í dag. „Arnór hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands í gegnum tíðina og Bruno hefur...

Konur – helstu félagaskipti

Handbolti.is heldur skrá yfir helstu félagaskipti meðal handknattleikfólks sem greint hefur verið frá á síðustu mánuðum og vikum, jafnt innan lands sem utan. Hér fyrir neðan er það sem hæst ber í félagaskiptum á meðal handknattleikskvenna og félög hafa...

Karlar – helstu félagaskipti

Handbolti.is heldur skrá yfir helstu félagaskipti sem greint hefur verið frá á síðustu mánuðum og vikum meðal handknattleikfólks, jafnt innan lands sem utan. Hér fyrir neðan er það sem hæst ber í félagskiptum á meðal handknattleikskarla og félög hafa...

Helstu breytingar – þjálfarar

Senn hefjast æfingar á nýjan leik hjá félagsliðum og undirbúningur fyrir næsta keppnistímabil sem hefst í flestum tilfellum í lok ágúst og í byrjun september. Handbolti.is hefur tekið saman helstu breytingar sem verða á meðal þjálfara frá því að...

Íslandsmeistararnir öngla í hægri hornamann

Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik karla hafa samið við Berg Elí Rúnarsson. Hefur Bergur Elí skrifað undir tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið. Bergur Elí, sem er fæddur 1995, er hægri hornamaður sem kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu FH...

Þorgils Jón tekur af öll tvímæli

Tekin hafa verið af öll tvímæli um hvort Þorgils Jón Svölu Baldursson leikur áfram með Val eða fylgir unnustu sinni Lovísu Thompson eftir til Danmerkur. Valur tilkynnti i hádeginu að línu- og varnarmaðurinn sterki hafi skrifað undir eins árs...
- Auglýsing -
- Auglýsing -