Jóel Bernburg, tvítugur línumaður Vals, hefur skrifað undir eins árs lánssamning við Handknattleiksdeild Gróttu. Hann er uppalinn í KR en skipti ungur að árum yfir í Val þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.
Jóel skoraði 43 mörk í þeim...
Svanur Páll Vilhjálmsson hefur ákveðið að hella sér út í handknattleikinn á nýjan leik eftir að hafa rifað seglin um skeið. Af þessu tilefni hefur Svanur Páll samið við uppeldisfélag sitt ÍBV fyrir næsta keppnistímabil. Handknattleiksdeild ÍBV segir frá...
Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla hefja titilvörnina í Mosfellsbæ fimmtudaginn 8. september samkvæmt frumdrögum að leikjadagskrá Olísdeildar karla sem HSÍ hefur gefið út. Samkvæmt drögunum fara fjórir af sex leikjum fyrstu umferðar fram 8. september. Þar á meðal er...
Daníel Andri Valtýsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu. Daníel er 25 ára gamall og kom til liðs við Gróttu fyrir þremur árum. Hann er markmaður og er uppalinn á Hlíðarenda. Daníel lék stærstan hluta leikjanna...
Handknattleiksmaðurinn Aron Dagur Pálsson hefur ákveðið að snúa heim eftir þriggja ára veru í Svíþjóð og Noregi og ganga til liðs við Íslands-, deildar- og bikarmeistara Vals.
Aron sem er 25 ára og getur jafnt leikið sem miðjumaður og skytta...
Handknattleiksmaðurinn Elvar Otri Hjálmarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu. Hann kemur til félagsins frá Fjölni en Elvar Otri er 21 árs gamall og var hluti af sigursælum 2000 árgangi í Fjölni í yngri flokkunum þar sem...
Ari Pétur Eiríksson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu á Seltjarnarnesi. Ari Pétur er örvhentur leikmaður og leikur aðallega sem hægri skytta. Hann er nýorðinn tvítugur og hefur leikið með flestum yngri landsliðum Íslands.
Ari lék...
Línu- og varnarmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Þráinn Orri kom til Hauka fyrir tveimur árum eftir að hafa leikið með Elverum í Noregi og Bjerringbro-Silkeborg í Danmörku um þriggja...
Grótta hefur samið við tvítugan danskan handknattleiksmann, Theis Koch Søndergård, um að leika með liði félagsins í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili. Søndergård kemur úr akademíu Álaborgar og hefur samið til eins ár við Gróttu.
Í tilkynningu frá Gróttu segir...
Arnar Steinn Arnarsson hefur ákveðið að söðla um og leika áfram í Olísdeild karla á næsta leiktíð. Þess vegna hefur hann skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Arnar Steinn er örvhentur hornamaður og kemur til FH frá...