Olís kvenna

Valur hreppti þriðja sæti og mætir Haukum – ÍBV og Stjarnan eigast við

Valur hafnaði í þriðja sæti Olísdeildar kvenna eftir að lokaumferðin fór fram í dag. Valur lagði HK, 27:20, í Origohöllinni og hlaut þar með 18 stig í 14 leikjum og var þremur stigum á eftir deildarmeisturum KA/Þórs og Fram...

Ógeðslega súr niðurstaða

„Þetta er ógeðslega súr niðurstaða eftir að hafa verið með leikinn í höndunum lengst af, nánast þangað til í lokin að allt fór að klikka hjá okkur. KA/Þór á deildarmeistaratitilinn skilið eftir ævintýri þeirra í allan vetur en við...

Nú setjum við stefnuna á þann stóra

„Það er frábært að vinna deildarmeistaratitilinn með sínu uppeldisfélagi, alveg stórkostlegt,“ sagði hin þrautreynda Martha Hermannsdóttir í samtali við handbolta.is í Framhúsinu í dag eftir að KA/Þór hafði tekið á móti deildarmeistaratitlinum í Olís deild kvenna eftir jafntefli við...

KA/Þór deildarmeistari í fyrsta sinn

KA/Þór er deildarmeisari í Olísdeild kvenna í handknattleik í fyrsta skipti eftir að liðið gerði jafntefli við Fram, 27:27, í frábærum handboltaleik í lokaumferðinni á heimavelli Framara í dag. Liðin eru jöfn að stigum en þar sem KA/Þór...

Dagskráin: Uppgjör um deildarmeistaratitilinn í Safamýri

Lokaumferð Olísdeildar kvenna fer fram í dag. Allra augu beinast að uppgjöri tveggja efstu liðanna, KA/Þórs og Fram, sem fram fer í Framhúsinu og hefst klukkan 13.30. Liðin eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina, með 20 stig hvort. KA/Þór...

Kurr á meðal Akureyringa vegna miðasöluklúðurs

Kurr er á meðal stuðningsfólks handknattleiksliðs KA/Þórs sem hafði keypt aðgöngumiða á úrslitaleik Olísdeildar kvenna í handknattleik, á milli Fram og KA/Þórs á laugardaginn. Þeir keyptu í gær miða á leikinn í gegnum miðasölukerfið Stubb en hafa nú fengið...

Cots til liðs við Stjörnuna

Stjarnan hefur samið við handknattleikskonuna Britney Cots sem undanfarin þrjú tímabil hefur leikið með FH. Cots hefur skrifað undir þriggja ára samning við Garðabæjarliðið og kemur til þess í sumar og verður klár í slaginn þegar keppnistímabilið byrjar í...

Ein sú besta heldur áfram

Handknattleiksmarkvörðurinn Matea Lonac skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við handknattleikslið KA/Þórs. Lonac, sem er frá Króatíu, er á sínu öðru keppnistímabili með Akureyrarliðinu. Lonac hefur verið enn allra besti markvörður Olísdeildarinnar í vetur og hefur varið...

Spennandi lokaumferð er framundan

Eftir 13. og næst síðustu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í gær er ljóst að hreinn úrslitaleikur fer fram um deildarmeistaratitilinn á laugardaginn 8. maí þegar Fram og KA/Þór mætast í Framhúsinu í Safamýri klukkan 13.30. Liðin eru jöfn...

Handboltinn okkar: Eyjastúlkur vonbrigði – Gunni Gunn þjálfari ársins?

Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar gaf út sinn 52. þátt í dag. Að þessu sinni var þátturinn í umsjón Jóa Lange og Gests Guðrúnarsonar. Í upphafi þáttar ræddu þeir hlutverk eftirlitsmanna á leikjum en það hafa komið upp atvik að undanförnu...
- Auglýsing -
- Auglýsing -