Olís kvenna

Kröfum Stjörnunnar hafnað – draugamarkið stendur

Dómstóll HSÍ hefur hafnað kröfu Stjörnunnar um að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna 13. febrúar verði breytt. Einnig er hafnað að leikurinn verði endurtekinn. Dómurinn var birtur fyrir stundu á heimasíðu HSÍ.

Handboltinn okkar: Rætt um framfarir og uppgjöf

Strákanir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu út sinn 38. þátt í gærkvöld. Í þættinum fóru þeir félagar yfir 10. umferð í Olísdeild kvenna.  Það var nú ekki margt sem þótti til tíðinda í þessari umferð. Þó voru...

Virtist slæmt hjá Ragnhildi

Hætt er við að kvennalið Vals hafi orðið fyrir blóðtöku í leiknum við ÍBV í gær þegar vinstri hornakonan, Ragnhildur Edda Þórðardóttir, missteig sig að því er virtist illa á vinstri fæti á 24. mínútu leiksins við...

Sterkur sigur og frábær stemning

„Þetta var ótrúlega sterkur sigur hjá okkur og frábær stemning í liðinu í flottum leik,“ sagði Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, í samtali við handbolta.is í gær eftir eins marks sigur ÍBV á Val í Olísdeild kvenna, 21:20,...

Höfum verið í brasi með sóknarleikinn

„Við höfum verið í brasi með sóknarleikinn upp á síðkastið en varnarleikurinn var fínn að þessu sinni,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, eftir naumt tap fyrir ÍBV í Olísdeild kvenna, 21:20, í Origohöllinni í gær.

Kraftmikil byrjun Fram lagði grunninn

Fram gaf efsta sæti Olísdeildar ekki eftir nema í nokkrar mínútur því skömmu eftir að KA/Þór tyllti sér á toppinn þá renndi Fram-liðið sér upp að hlið Akureyrarliðsins með öruggum sigri á Haukum, 32:24, í Schenkerhöllinni á...

Einstefna í KA-heimilinu

KA/Þór vann stórsigur á FH, 34:17, í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag en leikið var i KA-heimilinu. Þar með hefur KA/Þór 16 stig í efsta sæti deildarinnar eftir 10 leiki. FH rekur lestina án stiga.

ÍBV var skrefi á undan

ÍBV komst upp í þriðja sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með eins marks sigri á Val, 21:20, í Origohöllinni eftir að hafa einnig verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:11. ÍBV hefur þar með...

Hefur tekið fram skóna

Hin þrautreynda handknattleikskona Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur tekið fram handboltaskóna á nýjan leik og leikur með Val í dag gegn ÍBV í Olísdeild kvenna í Origohöllinni í 10. umferð. Anna Úrsúla, sem er...

Sannfærandi hjá HK

HK vann sannfærandi og sanngjarnan sigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handknattleik í Kórnum í dag í upphafsleik 10. umferðar, 28:26. Kópavogsliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og var m.a. fjórum mörkum...
- Auglýsing -
- Auglýsing -