Olís kvenna

Reykjavíkuruppgjör í undanúrslitum bikarsins

Það verður uppgjör á milli Reykjavíkurliðanna Vals og ríkjandi bikarmeistara Fram í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum fimmtudaginn 30. september. Dregið var í kvöld eftir að undanúrslitaleikjunum lauk. Í hinni viðureign undanúrslitannna leiða saman hesta...

Bikarleikir kvenna – textalýsing

Átta liða úrslit Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik fara fram í kvöld með fjórum leikjum. Staðan í leik Hauka og Fram verður uppfærð hér fyrir neðan jafnóðum og skorað er. Um leið verður af og til greint frá stöðu...

„Ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég“

Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður ÍBV, er með slitið krossband í hægra hné. Hún staðfestir það í samtali við Vísir í dag en grunur vaknaði strax á föstudaginn þegar hún meiddist í viðureign Gróttu og ÍBV...

Spá – Olísdeild kvenna: Fram endurheimtir titilinn

Fram endurheimtir deildarmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna gangi spá handbolta.is eftir en að henni stóð valinkunnur hópur fólks. Niðurstaðan er birt hér fyrir neðan. Samkvæmt henni hafna deildarmeistarar síðasta tímabils og Íslandsmeistarar, KA/Þór, í þriðja sæti. Valur verður það lið...

Dagskráin: Átta lið berjast um fjögur sæti

Í kvöld er röðin komin að leikjum átta liða úrslita í Coca Cola-bikarnum í handknattleik kvenna. Fjórar viðureignir þar sem skorið verður úr um hvaða lið mætast í undanúrslitum keppninnnar miðvikudaginn 29. september í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Með leikjunum...

Bíður eftir að komast í aðgerð á úlnlið

Eins og þeir sem fylgdust með viðureign Gróttu og ÍBV í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik kvenna á föstudaginn tóku e.t.v. eftir þá kom Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir ekkert við sögu. Samkvæmt heimildum handbolta.is getur orðið bið á að...

KA/Þór sótti síðasta lausa sætið í átta liða úrslitum

Fjölnir/Fylkir mætti Íslandsmeisturum KA/Þórs í síðasta leik 16-liða úrslita Coca Cola-bikarsins í handknattleik kvenna í Dalhúsum kl. 15 í dag. KA/Þór vann örugglega með tíu marka mun, 36:26, eftir að hafa verið 11 mörkum yfir í hálfleik, 21:10. Munurinn...

Dagskráin: Meistararnir mæta í Dalhús

Einn leikur er á dagskrá í handknattleiknum hér heima í dag en með honum lýkur 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik. Íslandsmeistarar KA/Þórs sækja heim Fjölni/Fylki í Dalhús í Grafarvogi. Flautað verður til leiks klukkan 15. Sigurliðið mætir Stjörnunni...

Bikar kvenna – úrslit, markaskor – næstu leikir

Úrslit leikja kvöldsins í 16-liða úrslitum í Coca Cola-bikar kvenna: Selfoss – FH 17:20 (8:8).Mörk Selfoss: Roberta Strope 8, Tinna Sigurrós Traustadóttir 5, Rakel Hlynsdóttir 1, Emilía Ýr Kjartansdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1,Kristín Una Hólmarsdóttir 1. Mörk FH: Fanney Þóra...

Haukar flugu í átta liða úrslit – Stjarnan einnig

Olísdeildarlið Hauka flaug inn í átta liða úrslitin í Coca Cola-bikarnum í handknattleik í kvöld með því að leggja ÍR-inga, sem verða í Grill66-deildinni á leiktíðinni, með fimm marka mun, 27:22, í Austurbergi. ÍR-liðið veitti Haukum harða keppni lengi...
- Auglýsing -
- Auglýsing -