Olís kvenna

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rifbeinsbrotin og verður frá keppni um skeið

Handknattleikskonan Stella Sigurðardóttir hefur ekki leikið með Fram í tveimur síðustu leikjum liðsins og verður frá keppni um tíma til viðbótar. Vísir.is segir frá því í dag að Stella hafi rifbeinsbrotnað í viðureign Fram og FH um tíu...

Hefur skorað meira en níu mörk að jafnaði í leik

Stórskyttan í Fram, Ragnheiður Júlíusdóttir, er markahæst í Olísdeild kvenna í handknattleik þegar keppni í deildinni er hálfnuð. Hún hefur skoraði 64 mörk, eða ríflega níu mörk að jafnaði í leik. Næst er Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni, með 48...

Erfið meiðsli setja strik í reikninginn

Óvíst er hvernær handknattleikskonan Hildur Þorgeirsdóttir leikur með Fram á nýjan leik. Hún hefur ekkert leikið með bikar, - og deildarmeisturunum eftir að keppni hófst aftur um miðjan janúar. Skarð er fyrir skildi enda er Hildur einn reyndasti leikmaður...
- Auglýsing -

Penninn á lofti á Ásvöllum

Handknattleiksdeild Hauka hefur endurnýjað samning við þrjá lykilleikmenn kvennaliðs félagsins. Um er að ræða Birtu Lind Jóhannsdóttur, Ragnheiði Ragnarsdóttur og Rakel Sigurðardóttur.Birta Lind er 21 árs vinstri hornamaður sem er uppalin hjá félaginu og hefur á síðustu árum tekið...

Auðveldara þegar vörnin smellur saman

Katrín Ósk Magnúsdóttir fór á kostum í marki Fram í gærkvöld þegar Fram vann Stjörnuna með sjö marka mun, 33:26, í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ. Hún varði 17 skot, var með um...

Ótrúlega stoltur af liðinu

„Ég er ótrúlega stoltur af því hvernig liðið höndlaði þennan leik,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka eftir sigur, 30:27, á ÍBV í Vestmannaeyjum í gærkvöld í Olísdeild kvenna í handknattleik „Við áttum mjög slakan síðasta leik á móti Stjörnunni í...
- Auglýsing -

Stórleikur Katrínar Óskar í öruggum Framsigri

Fram kom sér upp að hlið Vals og KA/Þórs í Olísdeild kvenna í kvöld með öruggum sigri á lánlausum leikmönnum Stjörnunnar, 33:26, í TM-höllinni í Garðabæ. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn en í síðari hálfleik hvorki gekk né rak og...

Haukar gerðu það gott í Eyjum

Haukar gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld með þriggja marka mun, 30:27, í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:15. Haukar eru þar með...

Er alls ekki af baki dottin

Hin þrautreynda handknattleikskona Martha Hermannsdóttir vonast til þess að mæta aftur út á handknattleiksvöllinn eftir þrjár til fjórar vikur með KA/Þórs-liðinu. Þetta sagði Martha í samtali við Seinni bylgjuna á Stöð2Sport en vísir.is vitnar til þess viðtals í dag....
- Auglýsing -

Dagskráin: Tveir leikir í kvöld

Tveir leikir fara fram á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. Báðar viðureignir eru liður í Olísdeild kvenna. Vestmannaeyjar: ÍBV - Haukar, kl. 18 - sýndur á Stöð2Sport.TM-höllin: Stjarnan - Fram, kl. 19.30 - sýndur á Stöð2Sport. Staðan í Olísdeild kvenna. Eftir leiki...

KA/Þór – Fram, myndasyrpa

KA/Þór vann Fram í Olísdeild kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í gær, 27:23, eins og fram hefur komið á handbolta.is. Egill Bjarni Friðjónsson var með myndavél sína á lofti í KA-heimilinu í gær og sendi handbolta.is myndir. Hluti þeirra...

„Virkilega stoltur af liðsheildinni“

„Varnarleikur og liðsheild skóp þennan sigur. Frábær frammistaða hjá mínu liði sem barðist allan leikinn,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs við handbolta.is en lið hans vann sannfærandi sigur á Fram í Olísdeild kvenna í gær, 27:23, og...
- Auglýsing -

Háspenna í Kórnum

HK og Valur skildu jöfn í sannkölluðum háspennuleik í Olísdeild kvenna í handknattleik í Kórnum í kvöld, 32:32. Spennan var áþreifanleg á síðustu mínútum leiksins, ekki síst eftir að Berglind Þorsteinsdóttir jafnaði metin fyrir HK þegar um þrjár mínútur...

Eftir tvo tapleiki í röð vann ÍBV stórsigur í Krikanum

ÍBV vann stórsigur á FH, 27:14, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Kaplakrika í dag og náði þar með í sín fyrstu stig á nýju ári en ÍBV tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum eftir að deildarkeppnin hófst aftur með...

Skelltu Fram og tylltu sér á toppinn

KA/Þór tyllti sér á topp Olísdeildar kvenna í handknattleik með fjögurra marka öruggum sigri á bikarmeisturum Fram, 27:23, í KA-heimilinu í dag. KA/Þórs-liðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi og segja má að Fram-liðið hafi verið skrefi á...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -