Olísdeildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsta æfing í Skopje – myndir

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik kom til Skopje í Norður-Makedóníu á öðrum tímanum í nótt eftir langt ferðalag frá Íslandi með þremur millilendingum. Ferðin gekk klakklaust fyrir sig og allur farangur skilaði sér á leiðarenda ferðalöngum til mikils léttis. Framundan...

Fékk höfuðhögg í Kórnum

Hulda Bryndís Tryggvadóttir miðjumaður toppliðs Olísdeildar kvenna, KA/Þórs, fékk höfuðhögg á áttundu mínútu síðari hálfleiks viðureignar HK og KA/Þórs í Kórnum í gærkvöld en þar mættust liðin í lokaleik 12. umferðar deildarinnar. Hulda Bryndís sótti að vörn HK og...

Rosalega stolt af liðinu

„Ég var mjög ánægð með liðið. Við vorum tilbúnar í leikinn frá upphafi. Frábær byrjun gaf okkur gott forskot sem við héldum í 45 mínútur,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmaður KA/Þórs, í samtali við handbolta.is í kvöld eftir öruggan...
- Auglýsing -

Sóknarleikurinn víðsfjarri og stemningin gufaði upp

„Það þurfti því miður ekki mikið til þess að leikmenn misstu alveg trú á verkefninu,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, við handbolta.is í kvöld eftir að lið hans tapaði fyrir KA/Þór, 29:23, í 12. umferð Olísdeildar í Kórnum...

Rut lék við hvern sinn fingur gegn uppeldisfélaginu

Rut Arnfjörð Jónsdóttir kunnu vel við sig í Kórnum í Kópavogi í kvöld og lék við hvern sinn fingur með KA/Þór loksins þegar liðið komst í bæinn og gat leikið á móti uppeldisfélagi hennar, HK, í Olísdeildinni. Rut...

Festir sig til tveggja ára – Jóhanna heldur áfram

Markvörðurinn Selma Þóra Jóhannsdóttir verður í herbúðum Olísdeildarliðs HK næstu tvö árin en hún hefur gengið frá samkomulagi þar að lútandi. Eins hefur hin efnilega Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skrifað undir nýjan samning fyrir Kópavogsliðið. Selma Þóra kom til HK á...
- Auglýsing -

Dagskráin: Reynt í þriðja sinn

Reynt verður í þriðja sinn í kvöld að flauta til leiks HK og KA/Þórs í Olísdeild kvenna í Kórnum. Upphaflega stóð til að liðin leiddu saman hesta sína á miðvikudagskvöldið. Vegna ófærðar tókst það ekki og sömu sögu er...

Standa þétt við bakið á Birki með nýjum samningi

Örvhenta stórskyttan Birkir Benediktsson hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Aftureldingar til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aftureldingu aðeins degi eftir að þau leiðinlegu tíðindi spurðust út af Birkir hafi slitið hásin á vinstri...

Úrskurðaður í tveggja leikja bann

Hinn þrautreyndi handknattleiksmaður Aftureldingar, Einar Ingi Hrafnsson, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann á fundi aganefndar HSÍ. Var þetta annar fundur aganefndar vegna málsins en hún ákvað að fresta úrskurði á venjubundnum fundi sínum á þriðjudaginn...
- Auglýsing -

Er ósammála en held áfram að gera mitt besta

„Ég er sár og ekki sammála þessari ákvörðun en ætla ekki að eyða miklum tilfinningum í að velta þessu of mikið fyrir mér. Staðreyndin er sú að menn í stjórn Fram líta á eftirmann minn sem sinn besta kost....

Efnilegur Eyjamaður heldur sig á heimavelli

Handknattleiksmaðurinn ungi, Arnór Viðarsson, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild ÍBV. Arnór, sem er 18 ára gamall, hefur vakið mikla athygli með ÍBV-liðinu á keppnistímabilinu. Hans hlutverk hefur á tíðum verið veigamikið vegna fjarveru nokkurra leikmanna vegna...

KA/Þór kemst ekki suður – leiknum við HK frestað á ný

Leik HK og KA/Þórs í Olísdeild kvenna hefur verið frestað öðru sinni en til stóð að hann færi fram í Kórnum í kvöld eftir að viðureigninni var slegið á frest í gær. Enn er ófært á hluta leiðarinnar milli...
- Auglýsing -

Dagskráin: Taka tvö í Kórnum

Tveir leikir verða á dagskrá Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. Reynt verður öðru sinni í kvöld að koma leik HK og KA/Þórs í Olísdeild kvenna af stað. Viðureigninni var frestað í gær vegna ófærðar og illviðris. Samkvæmt korti á...

Svakalegt áfall fyrir Birki

Örvhenta stórskyttan hjá Aftureldingu, Birkir Benediktsson, sleit hásin öðru sinni á keppnistímabilinu á æfingu í fyrradag. Niðurstaða læknisskoðunar staðfesti þessa hryggilegu staðreynd seinni partinn í gær. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði við handbolta.is fyrir stundu að því miður væri...

Verðum að nýta næstu 20 daga mjög vel

Stjarnan tapaði sínum fjórða leik í röð í Olísdeild kvenna í gærkvöld þegar liðið sótti Fram heim í Safamýri, 29:19. Stjarnan situr í sjötta sæti með 10 stig og er aðeins stigi á undan HK sem á leik til...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -