Olísdeildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Úrslitaleikir í Höllinni og Grill-deildin

Krýndir verða bikarmeistarar í meistaraflokki karla og kvenna í dag þegar leikið verður til úrslita í Poweradebikarnum í Laugardalshöll. Í kvennaflokki mætast tvö sterkustu lið landsins um þessar mundir, ÍBV og Valur, kl. 13.30. Haukar og Afturelding eigast við...

Selfoss skellti meisturunum og tyllti sér í þriðja sætið

Selfoss varð í kvöld annað liðið til þess að vinna Íslandsmeistara Vals í Olísdeildinni á keppnistímabilinu. Selfoss lagði Val með tveggja marka mun, 33:31, í Sethöllinni á Selfossi í upphafsleik 19. umferðar deildarinnar. Sigurinn var afar sannfærandi. Selfossliðið var...

Bruno heldur áfram hjá KA

Markvörðurinn Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin. Bruno hefur verið einn af betri markvörðum Olísdeildarinnar á leiktíðinni með 33% hlutfallsvörslu samkvæmt samantekt HBStatz. Bruni var...
- Auglýsing -

Dagskráin: Valur fer á Selfoss – bikarúrslit 4. flokks í Höllinni

Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja Selfoss heim. Leiknum er flýtt vegna þátttöku Vals í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í næstu og þar næstu viku. Til stóð að viðureignin færi fram á...

Eyjamenn skoruðu þrjú síðustu mörkin á Ísafirði

ÍBV fluttist upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld þegar liðið vann Hörð, 33:30, á viðureign liðanna í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. ÍBV var í kröppum dansi gegn botnliðinu en tókst að skora þrjú síðustu...

Afturelding hitti á stjörnuleik í Höllinni

Afturelding leikur til úrslita við Hauka í Poweradebikarnum í handknattleik karla á laugardaginn eftir að hafa hitt á sannkallaðan stjörnuleik í gegn Stjörnunni í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld, 35:26. Staðan í hálfleik var 17:10. Aftureldingarmenn byrjuðu með miklum...
- Auglýsing -

Haukar tóku Framara í karphúsið

Haukar leika til úrslita í Poweradebikarnum í handknattleik karla laugardaginn við annað hvort Aftureldingu eða Stjörnuna. Það varð ljóst eftir að leikmenn Hauka tóku Framara í karphúsið í Laugardalshöll í undanúrslitum í kvöld. Lokatölur, 32:24, eftir að Haukar voru...

Fleiri staðreyndir fyrir undanúrslitaleikina

Leikið verður til undanúrslita í bikarkeppni HSÍ, Poweradebikarnum, í Laugardalshöll í kvöld. Klukkan 18 eigast við Fram og Haukar en klukkan 20.15 verður flautað til leiks Aftureldingar og Stjörnunnar. Hér fyrir neðan er rennt yfir nokkrar staðreyndir um gengi liðanna...

Myndskeið: Óðinn og Magnús eiga tvö af glæsilegustu mörkunum

Handknattleiksmennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss og Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals eiga tvö af fimm glæsilegustu mörkunum sem skoruð voru í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik. Handknattleikssamband Evrópu hefur tekið saman myndskeið, sem er finna hér...
- Auglýsing -

Dagskráin: Laugardalshöll og Ísafjörður

Leikið verður til undanúrslita í Poweradebikarkeppni karla (bikarkeppni HSÍ) í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri viðureignin hefst klukkan 18 þegar leikmenn Fram og Hauka mætast. Afturelding og Stjarnan eigast við klukkan 20.15 í síðari leik undanúrslitanna. Sigurliðin mætast...

ÍBV leikur til úrslita á laugardaginn

ÍBV mætir Val í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í handknattleik á laugardaginn klukkan 13.30. ÍBV vann Selfoss, 29:26, í síðari undanúrslitaleiknum í Laugardalshöll í kvöld eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. ÍBV og Valur eru...

Stórsigur hjá Val í titilvörninni

Valur vann öruggan sigur á Haukum í fyrri undanúrslitaleik Poweradebikarkeppni kvenna í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld, 28:19, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16:9. Valur leikur þar með til úrslita í keppninni annað árið í röð...
- Auglýsing -

Fordæma viðbragðsleysi hreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum

Framkisur, sem eru leikmenn kvennaliðs meistaraflokksliðs félagsins í handknattleik, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar fordæmt er viðbragðsleysi handknattleikshreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum gegn liðskonum og starfsfólki. Tilefni yfirlýsingarinnar er m.a. málsmeðferð og niðurstaða aganefndar HSÍ í...

Símon Michael söðlar um í sumar og leikur með FH

Vinstri hornamaður HK og 21 árs landsliðsins í handknattleik, Símon Michael Guðjónsson, söðlar um eftir keppnistímabilið og gengur til liðs við FH. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH sem segir frá þessum tíðindum á samfélagsmiðlum sínum...

Nokkrar staðreyndir fyrir undanúrslitaleikina

Leikið verður til undanúrslita í bikarkeppni HSÍ, Poweradebikarnum, í Laugardalshöll í kvöld. Klukkan 18 eigast við Haukar og Valur en klukkan 20.15 verður flautað til leiks ÍBV og Selfoss. Hér fyrir neðan er rennt yfir nokkrar staðreyndir um gengi liðanna...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -