Útlönd

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ólafur Andrés, Aðalsteinn, Jóhanna Margrét, Pera, Vasile

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir GC Amicitia Zürich þegar liðið vann öruggan sigur á HSC Kreuzlingen, 33:24, í fyrstu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Ólafur kom mikið við sögu í leiknum og lét einnig...

Ellefsen hefur samið við Kiel til fjögurra ára

Staðfest hefur verið að færeyski handknattleiksmaðurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu hefur samið við þýska stórliðið THW Kiel frá og með sumrinu 2023. Kiel segir frá þessu í morgun og að samningur hans við félagið sé til fjögurra ára, fram...

Úkraínsku meistararnir komnir af stað í Þýskalandi

Úkraínska meistaraliðið Motor Zaporízjzja leikur í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla á keppnistímabilinu sem hófst í dag. Stjórn þýsku deildarkeppninnar samþykkti í sumar að aðstoða félagið í ljósi ástandsins sem ríkir í Úkraínu eftir innrás Rússa í landið...
- Auglýsing -

Myndskeið: Upphafsleikur EM 2024 með 50 þúsund áhorfendum

Þjóðverjar ætla tjalda öllu til þegar þeir verða gestgjafar Evrópumótsins í handknattleik karla í janúar árið 2024. Þeir lofa besta móti sem haldið hefur verið til þessa í glæsilegum fullum keppnishöllum með rífandi góðri stemningu. Þegar Þjóðverjar kynntu áform sín...

Molakaffi: Ólafur Örn, mjög óvænt, Sarmiento, Hansen, ósigrandi Egyptar, Barcelona

Ólafur Örn Ólafsson hefur verið ráðinn styrktarþjálfari yngri flokka (3., 4. og 5. flokka) Stjörnunnar í handknattleik. „Ólafur hefur starfað sem einkaþjálfari síðan 2006 og hefur komið víða við á sínum ferli, allt frá íþróttaskóla Latabæjar til Crossfit í...

Molakaffi: Valur, Selfoss, Arnór, Aron, GOG, Grétar Ari, Lazarov, Smeets

Íslandsmeistarar Vals unnu Selfoss, 31:24, í æfingaleik í Origohöllinni í fyrrakvöld eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15. Allir helstu leikmenn Vals komu við sögu í leiknum. Guðmundur Hólmar Helgason var ekki með Selfossi vegna lítilsháttar tognunar.  Dönsku...
- Auglýsing -

Annað af tveimur ungstirnum Færeyinga sagt á leið til Kiel

Samkvæmt frétt á vefútgáfu sænska Aftonbladet hefur annar af tveimur efnilegustu handknattleiksmönnum Færeyinga um þessar mundir, Elias Ellefsen á Skipagøtu, samið við þýska stórliðið THW Kiel frá og með sumrinu 2023. Ellefsen er samningsbundinn Sävehof í Svíþjóð fram á...

Molakaffi: Sigvaldi, Oddur, Daníel, Grétar, Gísli, Ómar, Petrus, Bomastar, Kristensen, Bjarki

Sigvaldi Björn Guðjónsson lék allan fyrri hálfleikinn þegar Kolstad vann smáliðið Tiller í norsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta var fyrsti opinberi kappleikur Sigvalda Björns síðan á EM í lok janúar. Haft er eftir honum á vefnum topphandball.no að hann...

Molakaffi: Guðjón er hættur, Elliði Snær, Jicha, Smits, Tomac, Lunde

Guðjón Björnsson lét nýverið af störfum sem formaður handknattleiksdeildar HK eftir tveggja ára setu á stóli formanns.  Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HK í gær. Áður hafði Guðjón verðið formaður barna- og unglingaráðs um þriggja ára skeið...
- Auglýsing -

Hansen kom með einkavél til Álaborgar

Hátíð er í bæ hjá danska úrvalsdeildarliðinu Aalborg Håndbold í dag en handknattleiksstjarnan Mikkel Hansen er nú orðinn formlegur leikmaður félagsins. Fjölmiðlar hafa fylgt Hansen hvert fótmál síðan hann steig upp í einkaflugvél á Hróaskelduflugvelli í morgun sem flutti...

Molakaffi: Haukur, Bjarni Ófeigur, Ómar Ingi, Gísli Þorgeir, Viggó, Mittún

Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk í gær þegar pólska meistaraliðið Łomża Industria Kielce vann El Bathco Balonmano Torrelavega, 35:32, á æfingamóti á Spáni en þar var pólska liðið í nokkra daga við æfingar og keppni. Fyrir helgina tapaði Kielce fyrir...

Kemur ekki til greina að leika fyrir Danmörku

„Það kemur ekki til greina. Ég er Færeyingur og vil leika fyrir mitt land,“ segir færeyska handknattleiksefnið Óli Mittún í samtali við TV2 í Danmörku spurður hvort hann hafi áhuga á að leika fyrir danska landsliðið og feta í...
- Auglýsing -

Molakaffi: Ásgeir Snær, Bardou, Iturrino, Reistad, Zerbe, Soussi, Fríða Margrét

Ásgeir Snær Vignisson skoraði þrjú mörk fyrir Helsingborg þegar liðið steinlá á heimavelli fyrir Alingsås í riðlakeppni fyrsta stigs sænsku bikarkeppninnar í gærkvöld, 36:24. Þetta var annar leikur Ásgeirs Snæs og nýrra samherja hans í keppninni. Þeir unnu Vinslövs...

Molakaffi: Felix Már, Aldís Ásta, Ásdís, Tryggvi, Bjarni Ófeigur, Zagreb, Rasmussen á þing

Felix Már Kjartansson sem lék með Neistanum í Þórshöfn á síðasta keppnistímabili hefur gengið til liðs við Fram. Felix Már skoraði þrjú mörk í gærkvöld þegar Fram lagði nýliða Olísdeildar, Hörð frá Ísafirði, 27:26, á Ragnarsmótinu í handknattleik í...

IHF áminnir norska formanninn fyrir ummæli um Rússa

Kåre Geir Lio formaður norska handknattleikssambandsins fékk ofanígjöf frá framkvæmdastjórn alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, á dögunum vegna yfirlýsingar sem hann sendi frá sér síðla vetrar í samtali við VG. Þar lýsti Lio yfir furðu sinni á að fyrirtæki í eigu...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -