Yngri flokkar

Stutt við starf íþrótta- og æskulýðsfélaga

Ráðist verður í aðgerðir til þess að styðja við starf íþrótta- og æskulýðsfélaga sem raskast hefur verulega vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana COVID-19. Þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur fjölþætt gildi og er mikilvægt að íþrótta- og...

Leynist næsta handboltastjarna á Djúpavogi?

Handknattleikur hefur ekki verið mikið stundaður á Austfjörðum eða á Héraði á síðustu árum þótt aðstaða sé víða prýðileg í nokkrum bæjum með ágætum íþróttahúsum. Nú kann að verða breyting á. Á dögunum barst fjöldi handbolta til Ungmennafélagsins Neista...

Afturelding: Komdu á æfingu

Börn og unglingar á grunnskólaaldri mega æfa íþróttir innanhúss sem utan, með og án snertingar, um þessar mundir. Nokkur félög hafa gert gangskör síðustu daga og vikur eftir að æfingar voru heimilaðar á ný til að laða börn...

Óboðleg framkoma við ungmenni þessa lands

Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss og þrautreyndur ungmennafélagsmaður til margra ára, er ómyrkur í máli vegna banns sem hefur ríkt vikum og mánuðum saman við æfingum ungmenna á aldrinum 16-20 ára. Hann ritar í dag pistil á Faceebook-síðu sína...

Þungt högg fyrir okkur sem getur haft áhrif til lengri tíma

„Það er mjög mikil vonbrigði að ekki skuli hafa verið heimilað að hefja æfingar frá og með morgundeginum. Ekki síst þegar horft er til ungmenna sem fá hvorki að mæta í skóla né í íþróttir og sitja heima alla...

Handboltinn fer af stað strax í byrjun nýs árs

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir á að keppni í öllum flokkum og deildum, að Olísdeild karla undanskilinni, hefjist í byrjun janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem HSÍ var að senda frá sér. Vonir standa til að mögulegt verði að...

Handboltinn er á leið í menntaskóla

Þróttur er án aðstöðu fyrir innanhússboltagreinar sínar eftir að Laugardalshöll var lokað á dögunum í kjölfar þess að vatnslögn bilaði og heitt vatn lak yfir og undir keppnisgólfið. Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, sagði við handbolta.is að unnið væri hörðum...

Brottfalli verður sérstakur gaumur gefinn

Börn og unglingar á grunnskólaaldri máttu hefja íþróttaæfingar á ný í dag eftir sex vikna hlé. Væntanlega verður það kærkomið fyrir marga að geta mætt með félögum og vinum á nýjan leik eftir langt hlé. Annað langt hlé var...

Prófaðu æfingu hjá Fylki – myndskeið

Frá og með deginum í dag mega börn og unglingar á grunnskólaaldri, miðið er við þá sem er í 4. flokki og yngri í handknattleik, hefja æfingar á nýjan leik. Það verður kærkomið fyrir marga. Rétt er hvetja alla...

Opnað fyrir börn og unglinga – meistaraflokkar áfram úti

Íþróttastarf barna og unglinga verður leyft frá og með 18. nóvember samkvæmt því sem fram kom í viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar í hádeginu í dag. Hún var þá að stíga út af ríkisstjórnarfundi þar...
- Auglýsing -
- Auglýsing -