Sigurður Hjörtur Þrastarson t.h. ásamt Svavari Ólafi Péturssyni. Mynd/HSÍ

Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson hefur ekki slegið slöku við síðustu daga, fremur en oftast áður. Hann dæmdi þrjá úrslitaleiki á þremur dögum og geri aðrir betur.


Sigurður Hjörtur mætti í Schenkerhöllina á Ásvöllum á fimmtudagskvöld og dæmdi ásamt félaga sínum til nokkurrar ára, Svavari Ólafi Péturssyni, viðureign Fram og Vals í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna. Kvöldið eftir var hann mættur á Laugardalsvöll og hélt uppi röð og reglu á úrslitaleik mjólkurbikarkeppni kvenna í knattspyrnu á milli Breiðabliks og Þróttar.


Leikjatörninni lauk hjá Sigurði Hirti í gær þegar hann dæmdi úrslitaleikinn í Coca Cola-bikar kvenna þar sem Fram og KA/Þór áttust við, ásamt fyrrgreindum Svavari Ólafi.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -