- Auglýsing -

Dæmdu tvo Evrópuleiki í Hoyvik

Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæma á EM U18 ára þessa dagana. Mynd/Arnar

Það er ekki bara íslenskir handknattleiksmenn sem eru í önnum þessa daga vegna leikja utanlands heldur hafa dómarar einnig verið á faraldsfæti. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leik Pick Szeged og Vardar í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld eins og kom fram á handbolta.is.


Í gær og í dag stóðu dómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson í ströngu. Þeir dæmdu tvær viðureignir í Evrópubikarkeppni kvenna í Hoyvik í Þórshöfn í Færeyjum.


Um var að ræða leiki Færeyjameistara H71 og SPONO Eagles frá Sviss. H71 hafði betur samanlagt í leikjunum, 65:57, eftir 10 marka sigur í gær, 36:26, í fyrri viðureigninni.


H71 er þar með komið áfram í 16-liða úrslitum keppninnar eins og ÍBV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -