- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Akureyri og Eyjar – toppliðin í Grillinu

Rakel Sara Elvarsdóttir klæðist búningi KA/Þórs á ný á næsta keppnistímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Tveir leikir verða í Olísdeild kvenna í dag og sömuleiðis eru tvær viðureignir á dagskrá í Grill66-deild karla þar sem efstu liðin, Hörður og ÍR, verða í eldlínunni á heimavelli.


Íslandsmeistarar KA/Þórs fá HK í heimsókn í KA-heimilið klukkan 15. Meistararnir töpuðu um síðustu helgi sínum fyrsta leik í háa herrans tíð og vilja vafalaust ekki endurtaka leikinn gegn spræku liði HK sem skellti ÍBV fyrir rúmri viku á sannfærandi hátt í Kórnum.


ÍBV, sem stóð í ströngu í Evrópukeppni um síðustu helgi, tekur á móti Stjörnunni. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í deildinni í upphafsleikjunum. ÍBV sýndi þó í leikjunum við PAOK að meira býr í liðinu en það hefur sýnt í deildinni. Vissulega hefur fjarvera sterkra leikmanna sett strik í reikninginn. Stjarnan hefur átt góða spretti í sumum leikja sinn en leikmenn liðsins vilja vafalaust reka af sér slyðruorðið í Eyjum í dag.


Báðir leikir Olísdeild kvenna í dag hefjast klukkan 15.


ÍR-ingar taka á mót ungmennaliði Vals í Austurbergi klukkan 16 í fjórða leik sínum í Grill66-deild karla. ÍR-liðið er taplaust eftir þrjá leiki en hálfur mánuður er liðinn frá síðasta leik liðsins.


Harðarmenn mæta galvaskir til leiks eftir þrjá sigurleiki þegar ungmennalið Hauka mætir í íþróttahúsið á Torfnesi klukkan 19 í kvöld.

Leikir dagsins


Olísdeild kvenna:

KA-heimilið: KA/Þór – HK, kl. 15 – sýndur á KAtv.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan, kl. 15 – sýndur á Stöð2Sport.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.


Grill66-deild karla:
Austurberg: ÍR – Valur U, kl. 16.
Ísafjörður: Hörður – Haukar U, kl. 19 – sýndur á youtuberás Viðburðarstofu Vestfjarða.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -