- Auglýsing -

Dagskráin: Annað hvort í ökkla eða eyra

Ólafur Gústafsson verður ekki með KA í upphafi leiktíðar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Óhætt er að segja að það sé annað hvort í ökkla eða eyra þegar kemur að leikjum á Íslandsmótinu í handknattleik. Eftir tvo daga án leikja þá verða sex leikir á dagskrá í kvöld og það nánast allir í einum hnapp. Fimm leikjanna verða í Olísdeild karla þar sem þráðurinn er tekinn af krafti eftir hafa legið niðri frá 29. október.

Topplið Stjörnunnar sækir Gróttumenn heim í Hertzhöllina og Valur sem er í næst efsta sæti deildinnar fær FH í heimsókn í síðasta leik kvöldsins.


Sjötti leikurinn er eftirlegukind úr 3. umferð Olísdeildar kvenna, viðureign Vals og ÍBV, sem átti að fara fram um miðjan október en var frestað vegna þátttöku Vals í Evrópubikarkeppninni. Að leiknum loknum verður loksins hægt að frá hreinar línur í stöðu deildarinnar. Sjöunda umferð, og síðasta í fyrstu þriðjungi Olísdeildarinnar, verður leikin á laugardaginn.

Olísdeild karla:
Kórinn: HK – Selfoss, kl. 18 – sýndur á Stöð2Sport.
KA-heimilið: KA – Fram, kl. 18 – sýndur á KAtv.
Hertzhöllin: Grótta – Stjarnan, kl. 19.30 – sýndur á Gróttatv.
Víkin: Víkingur – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á Víkingurtv.
Origohöllin: Valur – FH, kl. 20.30 – sýndur á Stöð2Sport.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

Olísdeild kvenna:
Origohöllin: Valur – ÍBV, kl. 18.15 – sýndur á Stöð2Sport.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

Einnig er minnt á Handboltamælaborð Olísdeildar kvenna og karla þar sem tölfræðin er sett fram á myndrænan hátt. Smellið hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -