- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Átta leikir í fjórum deildum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Nóg verður að gera á handknattleiksvöllum landsins í kvöld. Átta leikir eru á dagskrá í fjórum deildum. Önnur umferð Olísdeildar kvenna hefst með leik nýliða Aftureldingar og ÍBV í Vestmannaeyjum klukkan 17. Eftir það tekur við leikur í Olísdeild karla þar sem fram verður haldið annarri umferð sem hófst í gærkvöld.

Flautað verður til leiks í Grill66-deild karla þar sem lið ÍR og Harðar verða m.a. í eldlínunni en margir telja að þau verði í baráttunni um efstu sætin. ÍR-ingar fá hörkuleik þegar þeir sækja annað væntanlegt topplið heim, Fjölnismenn. Vængir Júpiters fá Harðarmenn í heimsókn en skemmst er að minnast þess að viðureign liðanna í Dalhúsum á síðasta keppnistímabili dró dilk á eftir á eftir sér.

Önnur umferð Grill66-deildar kvenna hófst í gær með tveimur leikjum. Umferðinni lýkur í kvöld með þremur leikjum.

Leikir kvöldsins

Olísdeild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Afturelding, kl. 17.

Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.


Olísdeild karla:
Varmá: Afturelding – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.

Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir.


Grill66-deild kvenna:
Kaplakriki: FH – Stjarnan U, kl. 19.
Vestmannaeyjar: ÍBV U – Víkingur, kl. 19.
Hertzhöllin: Grótta – Valur U, kl. 19.30.

Staðan í Grill66-deild kvenna og næstu leikir.


Grill66-deild karla:
Dalhús: Fjölnir – ÍR, kl. 18.30.
Set-höllin: Selfoss U – Valur U, kl. 19.30.
Dallhús: Vængir Júpiters – Hörður, kl. 20.30.

Staðan í Grill66-deild karla og næstu leikir

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -