Dagskráin: Bikarleikur í Eyjum

Leikmenn Vængja Júpiters hressir eftir kappleik á síðasta keppnistímabili. Mynd/Aðsend

Einn leikur verður á dagskrá í handknattleik hér heima á Fróni í dag og er það viðureign í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins, bikarkeppni HSÍ. Þar eigast við ÍBV2 og Vængir Júpiters úr Grill 66-deild karla.

Einum leik er lokið í 32-liða úrslitum, leik Þórs og KA. Eftir leikinn í Eyjum stendur ein viðureign eftir, milli Hauka og Selfoss, áður en dregið verður í 16-liða úrslit.


Leikur dagsins – Coca Cola-bikar karla, 32-liða úrslit:
Vestmannaeyjar: ÍBV2 – Vængir Júpiters, kl. 13.30.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -