Dagskráin: Efsta liðið fær HK í heimsókn – toppslagur í Grillinu, vináttuleikur á Ásvöllum

Stefán Arnarson, þjálfari Fram, og leikmenn hrepptu fyrsta vinninginn í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Áfram verður leikið í Olísdeild kvenna í kvöld. Efsta lið deildarinnar, Fram, tekur á móti HK sem er í næst neðsta sæti. Nýr þjálfari hefur tekið við HK-liðinu frá því að það lék síðast í deildinni. Arnar Gunnarsson var ráðinn í stað Halldórs Harra Kristjánssonar sem varð að taka pokann sinn fyrr en til stóð.


Toppslagur verður í Grill66-deild kvenna í kvöld þegar ÍR-ingar frá FH-inga í heimsókn í Austurberg. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar um þessar mundir. Hafa ber í huga að efstu liðin þrjú hafa leikið misjafnlega oft.


Til viðbótar mætast U20 ára landslið Íslands og Danmerkur í fyrra skiptið af tveimur hér á landi eftir æfingabúðir í þessari viku til undirbúnings fyrir lokakeppni EM sem fram fer í sumar. Viðureignin fer fram á Ásvöllum og hefst kl. 20. Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður, er þjálfari danska landsliðsins. Gamli samherji Arnórs úr landsliðinu, Róbert Gunnarsson, þjálfar U20 ára landslið Íslands ásamt Einari Andra Einarssyni.


Olísdeild kvenna:
Framhús: Fram – HK, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.


Grill66-deild kvenna:
Austurberg: ÍR – FH, kl. 19.30.
Hertzhöllin: Grótta – ÍBV u, kl. 19.30 – sýndur á Gróttatv.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.


U20 ára landslið karla, vináttuleikur:
Ásvellir: Ísland – Danmörk, kl. 20.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -