- Auglýsing -

Dagskráin: Efsta liðið sækir það neðsta heim

Leikmenn Fjölnis fá ungmennalið Selfoss í heimsókn í Dalhús í kvöld. Mynd/Þorgils G.

Þrír leikir fara fram í Grill66-deild karla í handknattleik karla í kvöld. Þar ber væntanlega hæst að topplið deildarinnar og það eina sem ekki hefur tapað stigi fram til þessa, Hörður á Ísafirði, sækir Berserki heim í Víkina klukkan 20. Liðin eru hvort á sínum enda stöðutöflunnar í Grill66-deildinni.


Þór Akureyri fær næst neðsta lið deildarinnar, Vængi Júpíters í heimsókn. Vonast þeir síðarnefndu til þess að fá byr undir báða vængi með Akureyrarferðinni.

Fjölnismenn, sem standa jafnir ÍR-ingum í öðru til þriðja sæti deildarinnar með 10 stig að loknum sex leikjum, fá ungmennalið Selfoss í heimsókn í Dalhús í síðasta leik kvöldsins í Grill66-deildinni.


Grill66-deild karla:
Höllin Ak.: Þór Ak. – Vængir Júpíters, kl. 19.30
Víkin: Berserkir – Hörður, kl. 20 – sýndur á Víkingurtv.
Dalhús: Fjölnir – Selfoss U, kl. 20.15.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -