Dagskráin: Efsta liðið sækir Valsara heim

Elías Már Halldórsson kveður nú HK sem Olísdeildarlið. Mynd/Fjölnir, Þorgils G.

Ekkert var leikið á Íslandsmótinu í handknattleik karla eða kvenna í gær en í kvöld verður þráðurinn tekinn upp með einum leik í Grill 66-deild karla. Efsta lið deildarinnar, HK, sækir ungmennalið Vals heim í Origohöllina í upphafsleik 16. og þriðju síðustu umferð deildarinnar. Áfram verður leikið í deildinni annað kvöld en 16. umferð lýkur á laugardaginn.


Grill 66-deild karla:
Origohöllin: Valur U. – HK, kl. 20.
Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -