Dagskráin: Endasprettur stendur fyrir dyrum

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar og hans menn taka á móti Val í kvöld. Á sama tíma sækja KA-menn Hauka heim á Ásvelli. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Fjórir leikir fara fram í tuttugustu, og þriðju síðustu, umferð Olísdeildar karla handknattleik í kvöld. Tvö efstu lið deildarinnar, Haukar og Valur, verða í eldlínunni. Haukar taka á móti KA-mönnum á Ásvöllum. Valsmenn sækja Aftureldingu heim á Varmá.


Einnig getur Grótta treyst stöðu sína í níunda sæti þegar liðið fær harðsnúna leikmenn Víkings í heimsókn í Hertzhöllina. Fjórði leikurinn verður í TM-höllinni þegar Stjarnan fær HK í heimsókn. Stjörnumenn freista þess að fylgja eftir sigri sínum á FH á síðasta sunnudag og mjaka sér ofar í deildinni áður en að úrslitakeppninni kemur.


Allir leikir kvöldsins í Olísdeildinni hefjast klukkan 19.30 og mun handbolti.is freista þess að fylgjast með þeim eftir föngum.


Síðast en ekki síst þá verður einn leikur í Grill66-deild karla. ÍR-ingar, sem eru í harðri toppbaráttu við Hörð, Fjölni og Þór Akureyri, fá Berserki í heimsókn í Austurberg klukkan 20.15. Vafalaust verður lítið gefið eftir.


Olísdeild karla:
Hertzhöllin: Grótta – Víkingur, kl. 19.30 – sýndur á Gróttatv.
Ásvellir: Haukar – KA, kl. 19.30 – sýndur á Haukartv.
TM-höllin: Stjarnan – HK, kl. 19.30 – sýndur á Stjarnan handboltitv.
Varmá: Afturelding – Valur, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.


Grill66-deild karla:
Austurberg: ÍR – Berserkir, kl. 20.15.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -