- Auglýsing -

Dagskráin: Fimm leikir í þremur deildum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Vonir standa til þess að hægt verði að leika tvo leiki í Olísdeild kvenna í handknattleik. Því miður hefur kórónuveira sett strik í reikninginn upp á síðkastið. Af hennar sökum varð m.a. að slá á frest viðureign HK og Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs sem fram átti að fara í Kórnum í Kópavogi í dag. Einnig varð að fresta viðureign Fram og Aftureldingar sem til stóð að háð yrði í gærkvöld.Einn leikur stendur fyrir dyrum í dag í Grill66-deild kvenna og tvær viðureignir verða í Grill66-deild karla.


Áhorfendum er óheimilt að mæta á leikina í dag og í raun verða þeir að halda sig fjarri kappleikjum á næstunni eftir að hertar sóttvarnir tóku gildi en um þær má nánar lesa hér.

Leikir dagsins

Olísdeild kvenna:
TM-höllin: Stjarnan – ÍBV, kl. 14 – sýndur á Stöð2sport.
Ásvellir: Haukar – Valur, kl. 16 – sýndur á Stöð2sport.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.


Grill66-deild kvenna:
Víkin: Víkingur – ÍBV U, kl. 16.30 – sýndur á Víkingurtv.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.


Grill66-deild karla:
Ísafjörður: Hörður – Vængir Júpíters, kl. 17.30 – sýndur á youtubesíðu Viðburðastofu Vestfjarða.
Digranes: Kórdrengir – Afturelding U, kl 18.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -