- Auglýsing -

Dagskráin: Fjórir leikir í tíundu umferð

Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu og leikmenn hans frá liðsmenn ÍBV í heimsókn dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Þráðurinn verður tekinn í 10. umferð Olísdeildar karla í dag með fjórum leikjum. Fyrsti leikur umferðarinnar fór fram fyrir um hálfri annarri viku þegar Haukar og Valur mættust og gerðu jafntefli á Ásvöllum. Keppni hefst í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag þegar lið ÍBV kemur í heimsókn til Gróttu. Eftir það rekur hver leikurinn annan fram eftir kvöldinu.


Olísdeild karla:
Hertzhöllin: Grótta – ÍBV, kl. 15.30 – sýndur á Gróttatv.
Sethöllin: Selfoss – KA, kl. 17 – sýndur á Stöð2Sport.
TM-höllin: Stjarnan – Fram, kl. 18 – sýndur á Stjarnanhandboltitv.
Varmá: Afturelding – FH, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.


Grill66-deild kvenna:
TM-höllin: Stjarnan U. – Selfoss, kl. 14.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -